Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 18:43 Víðir Reynisson segist hafa fylgt sinni eigin sannfæringu þegar hann lét Útlendingastofnun vita af því að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar Bocanegra fengi ríkisborgararétt hjá Alþingi. Vísir/Vilhelm Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Þetta kemur fram í samskiptum Víðis Reynissonar, formanns allsherjar-og menntamálanefndar, við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, sem Spegillinn á RÚV fékk afhent í dag. Fjallað er um málið í Speglinum og á vef RÚV. Í samskiptum þeirra kemur fram að Útlendingastofnun hafi farið yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis. Umsóknirnar séu frá 337 einstaklingum og af þeim séu nítján sem þegar hafi verið tilkynnt að eigi að flytja út landi samkvæmt lista frá embætti ríkislögreglustjóra. Kristín segir í tölvupósti að ef Útlendingastofnun ákveði að fresta flutningi Oscars úr landi þyrfti Útlendingastofnun að gæta jafnræðis og bíða einnig með flutning hinna 18 sem hafi fengið samskonar tilkynningu og hann um brottvísun. Það væri fordæmisgefandi aðgerð sem gæti leitt til þess að fólk virði ekki ákvörðun sem hafi verið tekin um brottvísun heldur sæki um ríkisborgararétt til Alþingis til að komast undan henni. Fengi Útlendingastofnun upplýsingar um að Alþingi ætlaði að veita Oscari ríkisborgarétt væri hægt að leggja mat á aðstæður hans að nýju. Í frétt RÚV um málið segir að Víðir hafi svarað þessum tölvupósti um klukkustund síðar og greint frá því að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar fengi ríkisborgarétt. Samkvæmt frétt RÚV svarar Kristín þeim tölvupósti til að staðfesta að þetta eigi ekki við um hina 18 sem Víðir staðfestir tíu mínútum síðar. Fjallað var um það á Vísi í gær að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. Víðir sakaður um trúnaðarbrest Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í dag undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Guðrún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um málið ásamt Víði Reynissyni. Guðrún segist líta svo á að þetta séu pólitísk afskipti. Það sé mikilvægt að gæta jafnréttis og það séu allir jafnir fyrir íslenskum lögum og allir sem sæki um dvalarleyfi hér upplifi að það sé þannig. Víðir segir meðferð Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt í eðli sína pólitíska. Málin séu eins misjöfn og þau séu mörg. Guðrún segist ekki vilja ræða einstaka mál. Það séu eflaust fleiri einstaklingar í hópnum sem hafi verið tilkynnt um brottvísun og það eigi ekki að vera sjálfgefið að sá hópur eigi að vera tekinn út fyrir sviga. Guðrún sagðist hafa verið þeirra skoðunar lengi að þegar fólk er búið að fá úrlausn sinna mála á tveimur stjórnsýslustigum um að uppfylla ekki hæfi til verndar þá sé sjálfgefið að það fari í gegnum það ferli að fá ríkisborgararétt hjá Alþingi. Það sé mikill munur á þessu tvennu og Alþingi setja niður að fjalla um fjölda umsókna á ári frá fólki „sem falla ekki að kerfinu eða fá synjun“. Það eigi að vera undantekning að fá ríkisborgararétt í þessi ferli. Hún segir ekki til verklag um störf undirnefndar sem fer yfir þessar umsóknir og það þurfi að koma því á. Víðir segist ekki hafa brotið trúnað við nefndina eða reglur heldur hafi hann fylgt samvisku sinni. Guðrún segir það heita geðþóttaákvörðun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Þetta kemur fram í samskiptum Víðis Reynissonar, formanns allsherjar-og menntamálanefndar, við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, sem Spegillinn á RÚV fékk afhent í dag. Fjallað er um málið í Speglinum og á vef RÚV. Í samskiptum þeirra kemur fram að Útlendingastofnun hafi farið yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis. Umsóknirnar séu frá 337 einstaklingum og af þeim séu nítján sem þegar hafi verið tilkynnt að eigi að flytja út landi samkvæmt lista frá embætti ríkislögreglustjóra. Kristín segir í tölvupósti að ef Útlendingastofnun ákveði að fresta flutningi Oscars úr landi þyrfti Útlendingastofnun að gæta jafnræðis og bíða einnig með flutning hinna 18 sem hafi fengið samskonar tilkynningu og hann um brottvísun. Það væri fordæmisgefandi aðgerð sem gæti leitt til þess að fólk virði ekki ákvörðun sem hafi verið tekin um brottvísun heldur sæki um ríkisborgararétt til Alþingis til að komast undan henni. Fengi Útlendingastofnun upplýsingar um að Alþingi ætlaði að veita Oscari ríkisborgarétt væri hægt að leggja mat á aðstæður hans að nýju. Í frétt RÚV um málið segir að Víðir hafi svarað þessum tölvupósti um klukkustund síðar og greint frá því að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar fengi ríkisborgarétt. Samkvæmt frétt RÚV svarar Kristín þeim tölvupósti til að staðfesta að þetta eigi ekki við um hina 18 sem Víðir staðfestir tíu mínútum síðar. Fjallað var um það á Vísi í gær að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. Víðir sakaður um trúnaðarbrest Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í dag undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Guðrún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um málið ásamt Víði Reynissyni. Guðrún segist líta svo á að þetta séu pólitísk afskipti. Það sé mikilvægt að gæta jafnréttis og það séu allir jafnir fyrir íslenskum lögum og allir sem sæki um dvalarleyfi hér upplifi að það sé þannig. Víðir segir meðferð Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt í eðli sína pólitíska. Málin séu eins misjöfn og þau séu mörg. Guðrún segist ekki vilja ræða einstaka mál. Það séu eflaust fleiri einstaklingar í hópnum sem hafi verið tilkynnt um brottvísun og það eigi ekki að vera sjálfgefið að sá hópur eigi að vera tekinn út fyrir sviga. Guðrún sagðist hafa verið þeirra skoðunar lengi að þegar fólk er búið að fá úrlausn sinna mála á tveimur stjórnsýslustigum um að uppfylla ekki hæfi til verndar þá sé sjálfgefið að það fari í gegnum það ferli að fá ríkisborgararétt hjá Alþingi. Það sé mikill munur á þessu tvennu og Alþingi setja niður að fjalla um fjölda umsókna á ári frá fólki „sem falla ekki að kerfinu eða fá synjun“. Það eigi að vera undantekning að fá ríkisborgararétt í þessi ferli. Hún segir ekki til verklag um störf undirnefndar sem fer yfir þessar umsóknir og það þurfi að koma því á. Víðir segist ekki hafa brotið trúnað við nefndina eða reglur heldur hafi hann fylgt samvisku sinni. Guðrún segir það heita geðþóttaákvörðun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira