Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 18:43 Víðir Reynisson segist hafa fylgt sinni eigin sannfæringu þegar hann lét Útlendingastofnun vita af því að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar Bocanegra fengi ríkisborgararétt hjá Alþingi. Vísir/Vilhelm Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Þetta kemur fram í samskiptum Víðis Reynissonar, formanns allsherjar-og menntamálanefndar, við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, sem Spegillinn á RÚV fékk afhent í dag. Fjallað er um málið í Speglinum og á vef RÚV. Í samskiptum þeirra kemur fram að Útlendingastofnun hafi farið yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis. Umsóknirnar séu frá 337 einstaklingum og af þeim séu nítján sem þegar hafi verið tilkynnt að eigi að flytja út landi samkvæmt lista frá embætti ríkislögreglustjóra. Kristín segir í tölvupósti að ef Útlendingastofnun ákveði að fresta flutningi Oscars úr landi þyrfti Útlendingastofnun að gæta jafnræðis og bíða einnig með flutning hinna 18 sem hafi fengið samskonar tilkynningu og hann um brottvísun. Það væri fordæmisgefandi aðgerð sem gæti leitt til þess að fólk virði ekki ákvörðun sem hafi verið tekin um brottvísun heldur sæki um ríkisborgararétt til Alþingis til að komast undan henni. Fengi Útlendingastofnun upplýsingar um að Alþingi ætlaði að veita Oscari ríkisborgarétt væri hægt að leggja mat á aðstæður hans að nýju. Í frétt RÚV um málið segir að Víðir hafi svarað þessum tölvupósti um klukkustund síðar og greint frá því að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar fengi ríkisborgarétt. Samkvæmt frétt RÚV svarar Kristín þeim tölvupósti til að staðfesta að þetta eigi ekki við um hina 18 sem Víðir staðfestir tíu mínútum síðar. Fjallað var um það á Vísi í gær að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. Víðir sakaður um trúnaðarbrest Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í dag undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Guðrún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um málið ásamt Víði Reynissyni. Guðrún segist líta svo á að þetta séu pólitísk afskipti. Það sé mikilvægt að gæta jafnréttis og það séu allir jafnir fyrir íslenskum lögum og allir sem sæki um dvalarleyfi hér upplifi að það sé þannig. Víðir segir meðferð Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt í eðli sína pólitíska. Málin séu eins misjöfn og þau séu mörg. Guðrún segist ekki vilja ræða einstaka mál. Það séu eflaust fleiri einstaklingar í hópnum sem hafi verið tilkynnt um brottvísun og það eigi ekki að vera sjálfgefið að sá hópur eigi að vera tekinn út fyrir sviga. Guðrún sagðist hafa verið þeirra skoðunar lengi að þegar fólk er búið að fá úrlausn sinna mála á tveimur stjórnsýslustigum um að uppfylla ekki hæfi til verndar þá sé sjálfgefið að það fari í gegnum það ferli að fá ríkisborgararétt hjá Alþingi. Það sé mikill munur á þessu tvennu og Alþingi setja niður að fjalla um fjölda umsókna á ári frá fólki „sem falla ekki að kerfinu eða fá synjun“. Það eigi að vera undantekning að fá ríkisborgararétt í þessi ferli. Hún segir ekki til verklag um störf undirnefndar sem fer yfir þessar umsóknir og það þurfi að koma því á. Víðir segist ekki hafa brotið trúnað við nefndina eða reglur heldur hafi hann fylgt samvisku sinni. Guðrún segir það heita geðþóttaákvörðun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Þetta kemur fram í samskiptum Víðis Reynissonar, formanns allsherjar-og menntamálanefndar, við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, sem Spegillinn á RÚV fékk afhent í dag. Fjallað er um málið í Speglinum og á vef RÚV. Í samskiptum þeirra kemur fram að Útlendingastofnun hafi farið yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis. Umsóknirnar séu frá 337 einstaklingum og af þeim séu nítján sem þegar hafi verið tilkynnt að eigi að flytja út landi samkvæmt lista frá embætti ríkislögreglustjóra. Kristín segir í tölvupósti að ef Útlendingastofnun ákveði að fresta flutningi Oscars úr landi þyrfti Útlendingastofnun að gæta jafnræðis og bíða einnig með flutning hinna 18 sem hafi fengið samskonar tilkynningu og hann um brottvísun. Það væri fordæmisgefandi aðgerð sem gæti leitt til þess að fólk virði ekki ákvörðun sem hafi verið tekin um brottvísun heldur sæki um ríkisborgararétt til Alþingis til að komast undan henni. Fengi Útlendingastofnun upplýsingar um að Alþingi ætlaði að veita Oscari ríkisborgarétt væri hægt að leggja mat á aðstæður hans að nýju. Í frétt RÚV um málið segir að Víðir hafi svarað þessum tölvupósti um klukkustund síðar og greint frá því að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar fengi ríkisborgarétt. Samkvæmt frétt RÚV svarar Kristín þeim tölvupósti til að staðfesta að þetta eigi ekki við um hina 18 sem Víðir staðfestir tíu mínútum síðar. Fjallað var um það á Vísi í gær að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. Víðir sakaður um trúnaðarbrest Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í dag undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Guðrún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um málið ásamt Víði Reynissyni. Guðrún segist líta svo á að þetta séu pólitísk afskipti. Það sé mikilvægt að gæta jafnréttis og það séu allir jafnir fyrir íslenskum lögum og allir sem sæki um dvalarleyfi hér upplifi að það sé þannig. Víðir segir meðferð Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt í eðli sína pólitíska. Málin séu eins misjöfn og þau séu mörg. Guðrún segist ekki vilja ræða einstaka mál. Það séu eflaust fleiri einstaklingar í hópnum sem hafi verið tilkynnt um brottvísun og það eigi ekki að vera sjálfgefið að sá hópur eigi að vera tekinn út fyrir sviga. Guðrún sagðist hafa verið þeirra skoðunar lengi að þegar fólk er búið að fá úrlausn sinna mála á tveimur stjórnsýslustigum um að uppfylla ekki hæfi til verndar þá sé sjálfgefið að það fari í gegnum það ferli að fá ríkisborgararétt hjá Alþingi. Það sé mikill munur á þessu tvennu og Alþingi setja niður að fjalla um fjölda umsókna á ári frá fólki „sem falla ekki að kerfinu eða fá synjun“. Það eigi að vera undantekning að fá ríkisborgararétt í þessi ferli. Hún segir ekki til verklag um störf undirnefndar sem fer yfir þessar umsóknir og það þurfi að koma því á. Víðir segist ekki hafa brotið trúnað við nefndina eða reglur heldur hafi hann fylgt samvisku sinni. Guðrún segir það heita geðþóttaákvörðun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira