Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2025 19:48 Ríkisstjórn Donalds Trump á í miklum deilum við stjórnendur Harvard. AP/Charles Krupa Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Meðal annars er búið að frysta opinberar fjárveitingar til skólans en þetta nýjasta útspil mun líklega koma verulega niður á fjármálum hans. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að aðgerðirnar feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfið. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að forsvarsmenn skólans hafi skapað óöruggt umhverfi í skólanum með því að leyfa and-bandarískum einstaklingum sem fylgi hryðjuverkamönnum að máli að áreita og ráðast á einstaklinga og þar á meðal marga gyðinga. Margir þessara hættulegu aðila séu erlendir. Þá er haft eftir Kristi Noem, heimavarnaráðherra, að stjórnendur Harvard beri ábyrgð á ástandinu og þeir hafi einnig átt í samstarfi við Kommúnistaflokk Kína. Hún segir það forréttindi en ekki réttindi fyrir háskóla að fá að taka við erlendum nemendum. „Harvard höfðu næg tækifæri til að gera hið rétta. Þeir neituðu,“ segir Noem. „Allir háskólar og menntastofnanir í Bandaríkjunum geta túlkað þetta sem aðvörun.“ Þetta ítrekaði hún í viðtali við Fox News. after announcing that foreign students are being banned from Havard, Noem warns "this should be a warning to every other university to get your act together." pic.twitter.com/m1agbxGVI6— Aaron Rupar (@atrupar) May 22, 2025 Hafa hafnað kröfum Trumps Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Stjórnendur Harvard hafa ekki viljað gera það og hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Þeir segja aðgerðir hennar gegn skólanum ólöglegar. Sjá einnig: Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Um 6.800 nemendur skólans á þessu skólaári koma erlendis frá eða rétt rúmur fjórðungur allra nemenda, samkvæmt gögnum sem vísað er í í frétt New York Times. Hlutfallslega borga erlendir nemendur stærri hluta skólagjalda skóla í Bandaríkjunum. NYT hefur eftir talsmanni skólans að þessi nýjasta aðgerð stjórnvalda gegn skólanum sé ólögleg. Nemendur skólans og rannsakendur komi frá rúmlega 140 löndum og komið verði í veg fyrir að þeir verði að leita annað. Noem hafði krafði stjórnendur Harvard um upplýsingar um sakaskrár og möguleg reglubrot erlendra nemenda við skólann. Þeirri kröfu hafa stjórnendur skólans ekki orðið við. Heimildarmaður NYT meðal stjórnenda skólans segir að skólinn muni að öllum líkindum höfða annað mál gegn ríkisstjórninni vegna þessara aðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. 21. maí 2025 22:37 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. 15. apríl 2025 09:15 Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14. apríl 2025 23:31 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Meðal annars er búið að frysta opinberar fjárveitingar til skólans en þetta nýjasta útspil mun líklega koma verulega niður á fjármálum hans. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að aðgerðirnar feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfið. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að forsvarsmenn skólans hafi skapað óöruggt umhverfi í skólanum með því að leyfa and-bandarískum einstaklingum sem fylgi hryðjuverkamönnum að máli að áreita og ráðast á einstaklinga og þar á meðal marga gyðinga. Margir þessara hættulegu aðila séu erlendir. Þá er haft eftir Kristi Noem, heimavarnaráðherra, að stjórnendur Harvard beri ábyrgð á ástandinu og þeir hafi einnig átt í samstarfi við Kommúnistaflokk Kína. Hún segir það forréttindi en ekki réttindi fyrir háskóla að fá að taka við erlendum nemendum. „Harvard höfðu næg tækifæri til að gera hið rétta. Þeir neituðu,“ segir Noem. „Allir háskólar og menntastofnanir í Bandaríkjunum geta túlkað þetta sem aðvörun.“ Þetta ítrekaði hún í viðtali við Fox News. after announcing that foreign students are being banned from Havard, Noem warns "this should be a warning to every other university to get your act together." pic.twitter.com/m1agbxGVI6— Aaron Rupar (@atrupar) May 22, 2025 Hafa hafnað kröfum Trumps Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Stjórnendur Harvard hafa ekki viljað gera það og hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Þeir segja aðgerðir hennar gegn skólanum ólöglegar. Sjá einnig: Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Um 6.800 nemendur skólans á þessu skólaári koma erlendis frá eða rétt rúmur fjórðungur allra nemenda, samkvæmt gögnum sem vísað er í í frétt New York Times. Hlutfallslega borga erlendir nemendur stærri hluta skólagjalda skóla í Bandaríkjunum. NYT hefur eftir talsmanni skólans að þessi nýjasta aðgerð stjórnvalda gegn skólanum sé ólögleg. Nemendur skólans og rannsakendur komi frá rúmlega 140 löndum og komið verði í veg fyrir að þeir verði að leita annað. Noem hafði krafði stjórnendur Harvard um upplýsingar um sakaskrár og möguleg reglubrot erlendra nemenda við skólann. Þeirri kröfu hafa stjórnendur skólans ekki orðið við. Heimildarmaður NYT meðal stjórnenda skólans segir að skólinn muni að öllum líkindum höfða annað mál gegn ríkisstjórninni vegna þessara aðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. 21. maí 2025 22:37 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. 15. apríl 2025 09:15 Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14. apríl 2025 23:31 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. 21. maí 2025 22:37
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42
Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. 15. apríl 2025 09:15
Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14. apríl 2025 23:31