Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2025 15:00 Árásin var framin í húsnæði við Vatnagarða í Reykjavík. Vísir/Einar Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir frelsissviptingu sem stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund og ofbeldi henni tengdri. Einn þeirra hlýtur þriggja ára fangelsisdóm og annar tveggja og hálfs árs fangelsi. Þáttur þeirra tveggja var nokkuð umfangsmeiri en aðkoma þriðja mannsins, sem fær sextán mánaða dóm skilorðsbundinn til þriggja ára. Sá var ekki sakfelldur fyrir frelsissviptingu heldur ofbeldi og kynferðislega áreitni. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að koma manninum sem var frelsissviptur ekki til bjargar. Atvikin sem málið varðar átti sér stað í og við húsnæði í Vatnagörðum í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. Janúar 2023. Maðurinn sem var frelsissviptur og beittur gríðarlegu ofbeldi var vinur árásarmannanna tveggja sem tóku mestan þátt. Annar þeirra var æskuvinur hans og tengdur honum fjölskylduböndum, að því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Neðar í fréttinni er ljósmynd af áverkum mannsins sem lesendur eru varaðir við. Alblóðugur á gangstétt Lögreglu barst tilkynning um málið upp úr klukkan fjögur aðfaranótt umrædds sunnudags. Tilkynningin varðaði fáklæddan mann sem hafði verið laminn og dreginn inn í bíl. Skömmu síðar barst tilkynning frá manninum og sagðist hann hafa verið stunginn í höndina og að honum væri að blæða út, og gaf upp staðsetningu sína. Lögreglan fór á vettvang og fann manninn alblóðugan á gangstétt. Hann sýndi lögreglumönnum stungusár á hægri upphandlegg sem mikið blæddi úr. Hann vildi ekki tjá sig um hverjir höfðu verið að verki en sagðist feginn að ekki hafi tekist að nauðga honum. Mikið blæddi úr handlegg mannsins.Aðsend Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku og þar skýrði hann betur frá atvikum málsins og lýstu grófu ofbeldi í sinn garð. Árásarmennirnir vildu tvær milljónir frá honum. Eftir að hafa verið beittur þessu mikla ofbeldi sagðist hann hafa sloppið undan þeim og náð að fara í næsta hús. Þar hafi hann brotið rúðu til þess að fá öryggiskerfið í gang svo hann fengi aðstoð. Árásarmennirnir tveir hafi fundið hann og fært hann í bíl, sem mun hafa verið Volvo XC 90 jeppi. Síðan hafi hann sloppið aftur og tekist að hringja á lögregluna og kalla eftir aðstoð. Var að skúra þegar lögreglu bar að garði Í kjölfarið var einn árásarmannanna handtekinn, en hann neitaði að kannast við málið. Lögreglan fór síðan á vettvang og hitti fyrir annan árásarmanninn, sem var að skúra baðherbergið. Sá sagði lögreglu að vinur hans hefði komið og fengið að þrífa sig inni á baði. Fram kemur að á baðherbergisveggjum hafi mátt sjá blóðkám á veggjum. Lögreglu barst svo tilkynning um að sá maður væri einnig grunaður í málinu. Hann var því handtekinn. Líkt og hinn sagðist hann ekki kannast við neitt ofbeldi. Bíllyklar fundust á honum að Volvo-jeppanum sem var fyrir utan húsnæðið og í honum var töluvert magn blóðs. Við rannsókn á farsíma mannsins fundust upptökur úr myndavélum sem komið hafði verið fyrir í herberginu þar sem ofbeldið fór fram. Samkvæmt skýrslu lögreglu sýndi þetta myndefni stærstan hluta atburðarásarinnar um nóttina. Jafnframt mátti sjá úr myndefni öryggismyndavéla þegar fórnarlambið flúði af vettvangi á nærbuxum einum fata og reyndi að brjóta rúðu áður en hann var gómaður aftur. Faldi sig bak við hurð með límband Aðalárásarmennirnir tveir voru ákærðir fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot. Í ákæru segir að annar þeirra hafi mælt sér mót við fórnarlambið, og þegar þeir hittust hafi hann leitt hann inn í herbergi þar sem hann hafði skömmu áður komið upp myndavél í því skyni að taka frelsissviptinguna upp. Þegar fórnarlambið gekk inn í herbergið hafi hinn árásarmaðurinn verið búinn að fela sig bak við hurðina sem lá inn í rýmið með límbandsrúllu við hönd. Þegar fórnarlambið áttaði sig á því að árásarmaðurinn biði hans reyndi hann að komast úr herberginu en var meinuð útganga. Annar árásarmannanna hafi svo kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa í höfuð og síðu á meðan hinn stóð hjá. Svo hafi fórnarlambinu verið komið fyrir í stól og sett límband fyrir munn hans, og svo reynt að binda hann við stólinn. Því næst var hann klæddur úr þannig hann væri einungis í nærbuxum, en um tíma mun hann hafa verið allsnakinn. Hann var svo bundinn alveg við stólinn með límbandi og dragböndum. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan á frelsissviptingunni stóð á annar árásarmannanna, sá sem hlaut tveggja og hálfs árs dóm, að hafa beitt fórnarlambið miklu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að slá hann með belti í höfuðið, veita honum hnésörk í líkamann, reka brot úr spegli í síðuna á honum, og stíga á magann á honum. Þá hafi hann tekið niður um sig buxurnar, rekið berann rassinn í andlit fórnarlambsins og sagt við hann: „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Þar að auki hafi hann dregið brot úr spegli eftir baki hans. Og rekið rör í bert klof fórnarlambsins á meðan það sat í hnipri króað af í einu horni herbergisins. Einnig er hann ákærður fyrir að þvinga fórnarlambið til að dansa nakið og segja honum ítrekað að kúka á gólfið á meðan hann hellti yfir hann vökva úr dós. Í ákærunni segir einnig frá því þegar maðurinn slapp og var gómaður aftur og komið fyrir í Volvo-jeppanum. Þar á árásarmaðurinn að hafa skorið hann með eggvopni um upphandlegginn. Þess má geta að hann var sýknaður af þeirri tilteknu háttsemi, en ekki þóttu næg sönnunargögn til að sýna fram á hana. Þar á eftir eiga árásarmennirnir að hafa farið með hann inn á baðherbergi, þrifið hann og sleppt honum. Aðkoma þriðja mannsins Líkt og áður segir var þriðji maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir sína aðkomu að málinu. Í ákæru segir að hann hafi á meðan á frelsissviptingunni stóð rekið fótinn á sér í rass fórnarlambsins á meðan annar árásarmannanna hélt honum niðri á fjórum fótum. Hann hafi einnig staðið ógnandi yfir fórnarlambinu og kýlt hann með krepptum hnefa í öxl og ýtt við honum með hnefanum. Hann mun síðan hafa yfirgefið svæðið þar sem frelsissviptingin fór fram án þess að gera nokkrum manni viðvart um hvað væri að eiga sér stað þannig hægt væri að koma manninum til bjargar. Í ákæru segir að með því hafi hann látið sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um fórnarlambið. Árásarmaður sagðist hafa óttast hinn árásarmanninn Í skýrslutöku fyrir dómi sagði árásarmaðurinn sem hlaut þyngstan dóm að fórnarlambið væri vinur hans. Hann neitaði sök og sagðist ekki hafa haft aðkomu að ofbeldinu og sagðist ekki vera ofbeldismaður. Sjálfur óttaðist hann ofbeldi af hálfu hins árásarmannsins. Hann viðurkenndi að hafa komið upp myndavélinni í herberginu, en það hafi verið að beiðni hins árásarmannsins sem hafi ætlað að ræða peningaskuld við fórnarlambið. Hann vildi meina að hann hefði reynt hvað hann gat að stöðva atburðarásina, meðal annars með því að taka af honum vopn. Þá hafi hann hvatt fórnarlambið til að hringja á lögregluna. Sá árásarmaður var einnig ákærður og sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. Honum var gefið að sök að taka með rúmu hálfu kílói af metamfetamín kristöllum sem voru flutt til landsins frá Malaví sumarið 2021. Og fyrir peningaþvætti sem varðaði 8,5 milljónir króna ávinning á sölu fíkniefna. Ætlaði að niðurlægja og ekkert kynferðislegt á bak við Hinn árásarmaðurinn, sá sem hlaut tveggja og hálfs árs dóm, viðurkenndi háttsemina fyrir dómi sem sást á upptökunum, og sagðist vera æskuvinur fórnarlambsins. Hann sagði hinn árásarmanninn hafa hringt í sig og beðið hann um að koma til sín því fórnarlambið væri á leiðinni, en það hefði stolið af sér fíkniefnum og þar að auki skuldað honum 500 þúsund. Illa hefði gengið að innheimta. Hann sagði tilgang þess að reka rassinn framan í fórnarlambið, láta það dansa og reka rör í klof þess hafa verið að niðurlægja það. Það hafi ekki átt sér kynferðislegan tilgang. Óttaðist um líf sitt Maðurinn sem var frelsissviptur og beittur ofbeldinu sagði fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á hans daglega líf, svefn og samskipti við vini og vandamenn. Hann hefði verið allsgáður þetta kvöld en atvikið komið honum í mikið uppnám og hann óttast að komast ekki frá þessu. Hann sagðist hafa óttast um líf sitt þó hann muni ekki til þess að þeir hefðu hótað honum lífláti. Kvaðst hann ekki vita hvers vegna þeir hefðu beitt hann þessu ofbeldi, en þeir hefðu nefnt „einhverja Rússa og kíló af fíkniefnum“. Var fullur þátttakandi þó hann hafi horft á Í niðurstöðukafla Héraðsdóms Reykjavíkur segir að framburður árásarmannsins, sem hlaut þyngstan dóm og neitaði að hafa tekið þátt í ofbeldinu, væri í andstöðu við framburð fórnarlambsins og hins árásarmannsins. Þrátt fyrir að hann hefði látið hinn árásarmanninn um sjálft ofbeldið á meðan hann fylgdist með, þá sýni gögn málsins að hann hafi verið fullur þátttakandi skipulagi og framgangi atburðanna. Hann hefði til að mynda sett upp upptökubúnaðinn og tengt með síma. Þá hefði hann gefið hinum árásarmanninum fyrirmæli á meðan á ofbeldinu stóð sem hann hlýddi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Dómnum þótti framburður hans ótrúverðugur og líklega hefði hann verið að reyna að komast undan sök. Aðför árásarmannanna var að sögn dómsins „skipulögð, fólskuleg, gróf og tilhæfulaus“. Hún hafi beinst að vini þeirra sem treysti þeim og átti sér einskis ills von. Þótti brotavilji þeirra einbeittur. Líkt og áður segir hlutu tveir aðalárásarmennirnir annars vegar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar þriggja ára dóm. Þriðji maðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm. Þá er þeim þremur gert að greiða fórnarlambinu 2,6 milljónir króna. Fór með fjölskyldunni í skíðaferð í æsku Faðir mannsins sem varð fyrir árásinni tjáði sig um málið við Vísi eftir að það kom upp. Þar sagði hann frá því að annar árásarmaðurinn og sonur hans hefðu þekkst síðan þeir voru í grunnskóla í Garðabæ og verið æskuvinir. Það hefði gert málið enn þungbærara fyrir þau. „Við tókum meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. Við vorum góð við hann,“ sagði hann. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Þáttur þeirra tveggja var nokkuð umfangsmeiri en aðkoma þriðja mannsins, sem fær sextán mánaða dóm skilorðsbundinn til þriggja ára. Sá var ekki sakfelldur fyrir frelsissviptingu heldur ofbeldi og kynferðislega áreitni. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að koma manninum sem var frelsissviptur ekki til bjargar. Atvikin sem málið varðar átti sér stað í og við húsnæði í Vatnagörðum í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. Janúar 2023. Maðurinn sem var frelsissviptur og beittur gríðarlegu ofbeldi var vinur árásarmannanna tveggja sem tóku mestan þátt. Annar þeirra var æskuvinur hans og tengdur honum fjölskylduböndum, að því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Neðar í fréttinni er ljósmynd af áverkum mannsins sem lesendur eru varaðir við. Alblóðugur á gangstétt Lögreglu barst tilkynning um málið upp úr klukkan fjögur aðfaranótt umrædds sunnudags. Tilkynningin varðaði fáklæddan mann sem hafði verið laminn og dreginn inn í bíl. Skömmu síðar barst tilkynning frá manninum og sagðist hann hafa verið stunginn í höndina og að honum væri að blæða út, og gaf upp staðsetningu sína. Lögreglan fór á vettvang og fann manninn alblóðugan á gangstétt. Hann sýndi lögreglumönnum stungusár á hægri upphandlegg sem mikið blæddi úr. Hann vildi ekki tjá sig um hverjir höfðu verið að verki en sagðist feginn að ekki hafi tekist að nauðga honum. Mikið blæddi úr handlegg mannsins.Aðsend Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku og þar skýrði hann betur frá atvikum málsins og lýstu grófu ofbeldi í sinn garð. Árásarmennirnir vildu tvær milljónir frá honum. Eftir að hafa verið beittur þessu mikla ofbeldi sagðist hann hafa sloppið undan þeim og náð að fara í næsta hús. Þar hafi hann brotið rúðu til þess að fá öryggiskerfið í gang svo hann fengi aðstoð. Árásarmennirnir tveir hafi fundið hann og fært hann í bíl, sem mun hafa verið Volvo XC 90 jeppi. Síðan hafi hann sloppið aftur og tekist að hringja á lögregluna og kalla eftir aðstoð. Var að skúra þegar lögreglu bar að garði Í kjölfarið var einn árásarmannanna handtekinn, en hann neitaði að kannast við málið. Lögreglan fór síðan á vettvang og hitti fyrir annan árásarmanninn, sem var að skúra baðherbergið. Sá sagði lögreglu að vinur hans hefði komið og fengið að þrífa sig inni á baði. Fram kemur að á baðherbergisveggjum hafi mátt sjá blóðkám á veggjum. Lögreglu barst svo tilkynning um að sá maður væri einnig grunaður í málinu. Hann var því handtekinn. Líkt og hinn sagðist hann ekki kannast við neitt ofbeldi. Bíllyklar fundust á honum að Volvo-jeppanum sem var fyrir utan húsnæðið og í honum var töluvert magn blóðs. Við rannsókn á farsíma mannsins fundust upptökur úr myndavélum sem komið hafði verið fyrir í herberginu þar sem ofbeldið fór fram. Samkvæmt skýrslu lögreglu sýndi þetta myndefni stærstan hluta atburðarásarinnar um nóttina. Jafnframt mátti sjá úr myndefni öryggismyndavéla þegar fórnarlambið flúði af vettvangi á nærbuxum einum fata og reyndi að brjóta rúðu áður en hann var gómaður aftur. Faldi sig bak við hurð með límband Aðalárásarmennirnir tveir voru ákærðir fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot. Í ákæru segir að annar þeirra hafi mælt sér mót við fórnarlambið, og þegar þeir hittust hafi hann leitt hann inn í herbergi þar sem hann hafði skömmu áður komið upp myndavél í því skyni að taka frelsissviptinguna upp. Þegar fórnarlambið gekk inn í herbergið hafi hinn árásarmaðurinn verið búinn að fela sig bak við hurðina sem lá inn í rýmið með límbandsrúllu við hönd. Þegar fórnarlambið áttaði sig á því að árásarmaðurinn biði hans reyndi hann að komast úr herberginu en var meinuð útganga. Annar árásarmannanna hafi svo kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa í höfuð og síðu á meðan hinn stóð hjá. Svo hafi fórnarlambinu verið komið fyrir í stól og sett límband fyrir munn hans, og svo reynt að binda hann við stólinn. Því næst var hann klæddur úr þannig hann væri einungis í nærbuxum, en um tíma mun hann hafa verið allsnakinn. Hann var svo bundinn alveg við stólinn með límbandi og dragböndum. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan á frelsissviptingunni stóð á annar árásarmannanna, sá sem hlaut tveggja og hálfs árs dóm, að hafa beitt fórnarlambið miklu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að slá hann með belti í höfuðið, veita honum hnésörk í líkamann, reka brot úr spegli í síðuna á honum, og stíga á magann á honum. Þá hafi hann tekið niður um sig buxurnar, rekið berann rassinn í andlit fórnarlambsins og sagt við hann: „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Þar að auki hafi hann dregið brot úr spegli eftir baki hans. Og rekið rör í bert klof fórnarlambsins á meðan það sat í hnipri króað af í einu horni herbergisins. Einnig er hann ákærður fyrir að þvinga fórnarlambið til að dansa nakið og segja honum ítrekað að kúka á gólfið á meðan hann hellti yfir hann vökva úr dós. Í ákærunni segir einnig frá því þegar maðurinn slapp og var gómaður aftur og komið fyrir í Volvo-jeppanum. Þar á árásarmaðurinn að hafa skorið hann með eggvopni um upphandlegginn. Þess má geta að hann var sýknaður af þeirri tilteknu háttsemi, en ekki þóttu næg sönnunargögn til að sýna fram á hana. Þar á eftir eiga árásarmennirnir að hafa farið með hann inn á baðherbergi, þrifið hann og sleppt honum. Aðkoma þriðja mannsins Líkt og áður segir var þriðji maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir sína aðkomu að málinu. Í ákæru segir að hann hafi á meðan á frelsissviptingunni stóð rekið fótinn á sér í rass fórnarlambsins á meðan annar árásarmannanna hélt honum niðri á fjórum fótum. Hann hafi einnig staðið ógnandi yfir fórnarlambinu og kýlt hann með krepptum hnefa í öxl og ýtt við honum með hnefanum. Hann mun síðan hafa yfirgefið svæðið þar sem frelsissviptingin fór fram án þess að gera nokkrum manni viðvart um hvað væri að eiga sér stað þannig hægt væri að koma manninum til bjargar. Í ákæru segir að með því hafi hann látið sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um fórnarlambið. Árásarmaður sagðist hafa óttast hinn árásarmanninn Í skýrslutöku fyrir dómi sagði árásarmaðurinn sem hlaut þyngstan dóm að fórnarlambið væri vinur hans. Hann neitaði sök og sagðist ekki hafa haft aðkomu að ofbeldinu og sagðist ekki vera ofbeldismaður. Sjálfur óttaðist hann ofbeldi af hálfu hins árásarmannsins. Hann viðurkenndi að hafa komið upp myndavélinni í herberginu, en það hafi verið að beiðni hins árásarmannsins sem hafi ætlað að ræða peningaskuld við fórnarlambið. Hann vildi meina að hann hefði reynt hvað hann gat að stöðva atburðarásina, meðal annars með því að taka af honum vopn. Þá hafi hann hvatt fórnarlambið til að hringja á lögregluna. Sá árásarmaður var einnig ákærður og sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. Honum var gefið að sök að taka með rúmu hálfu kílói af metamfetamín kristöllum sem voru flutt til landsins frá Malaví sumarið 2021. Og fyrir peningaþvætti sem varðaði 8,5 milljónir króna ávinning á sölu fíkniefna. Ætlaði að niðurlægja og ekkert kynferðislegt á bak við Hinn árásarmaðurinn, sá sem hlaut tveggja og hálfs árs dóm, viðurkenndi háttsemina fyrir dómi sem sást á upptökunum, og sagðist vera æskuvinur fórnarlambsins. Hann sagði hinn árásarmanninn hafa hringt í sig og beðið hann um að koma til sín því fórnarlambið væri á leiðinni, en það hefði stolið af sér fíkniefnum og þar að auki skuldað honum 500 þúsund. Illa hefði gengið að innheimta. Hann sagði tilgang þess að reka rassinn framan í fórnarlambið, láta það dansa og reka rör í klof þess hafa verið að niðurlægja það. Það hafi ekki átt sér kynferðislegan tilgang. Óttaðist um líf sitt Maðurinn sem var frelsissviptur og beittur ofbeldinu sagði fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á hans daglega líf, svefn og samskipti við vini og vandamenn. Hann hefði verið allsgáður þetta kvöld en atvikið komið honum í mikið uppnám og hann óttast að komast ekki frá þessu. Hann sagðist hafa óttast um líf sitt þó hann muni ekki til þess að þeir hefðu hótað honum lífláti. Kvaðst hann ekki vita hvers vegna þeir hefðu beitt hann þessu ofbeldi, en þeir hefðu nefnt „einhverja Rússa og kíló af fíkniefnum“. Var fullur þátttakandi þó hann hafi horft á Í niðurstöðukafla Héraðsdóms Reykjavíkur segir að framburður árásarmannsins, sem hlaut þyngstan dóm og neitaði að hafa tekið þátt í ofbeldinu, væri í andstöðu við framburð fórnarlambsins og hins árásarmannsins. Þrátt fyrir að hann hefði látið hinn árásarmanninn um sjálft ofbeldið á meðan hann fylgdist með, þá sýni gögn málsins að hann hafi verið fullur þátttakandi skipulagi og framgangi atburðanna. Hann hefði til að mynda sett upp upptökubúnaðinn og tengt með síma. Þá hefði hann gefið hinum árásarmanninum fyrirmæli á meðan á ofbeldinu stóð sem hann hlýddi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Dómnum þótti framburður hans ótrúverðugur og líklega hefði hann verið að reyna að komast undan sök. Aðför árásarmannanna var að sögn dómsins „skipulögð, fólskuleg, gróf og tilhæfulaus“. Hún hafi beinst að vini þeirra sem treysti þeim og átti sér einskis ills von. Þótti brotavilji þeirra einbeittur. Líkt og áður segir hlutu tveir aðalárásarmennirnir annars vegar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar þriggja ára dóm. Þriðji maðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm. Þá er þeim þremur gert að greiða fórnarlambinu 2,6 milljónir króna. Fór með fjölskyldunni í skíðaferð í æsku Faðir mannsins sem varð fyrir árásinni tjáði sig um málið við Vísi eftir að það kom upp. Þar sagði hann frá því að annar árásarmaðurinn og sonur hans hefðu þekkst síðan þeir voru í grunnskóla í Garðabæ og verið æskuvinir. Það hefði gert málið enn þungbærara fyrir þau. „Við tókum meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. Við vorum góð við hann,“ sagði hann.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira