Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2025 11:09 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis og fundarstjóri Velsældarþingsins, flutti opnunarávarp og lagði áherslu á mikilvægi þess að mæla það sem raunverulega skiptir máli í samfélögum. Pétur Fjeldsted Íslendingar telja heilsu og vellíðan, frið og réttlæti, og jöfnuð mikilvægustu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjustu kynslóðamælingunni sem Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis, kynnti á Velsældarþingi, Wellbeing Economy Forum, sem formlega var sett í Hörpu í morgun. Í tilkynningu segir að í mælingunni, sem unnin var af Prósent, hafi þátttakendur verið beðnir um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeir telji brýnast að leggja áherslu á í íslensku samfélagi. „Niðurstöðurnar sýna skýrt fram á það að heilsa og vellíðan sé mikilvægasta heimsmarkmiðið, einnig er hægt að greina mun á viðhorfum, sérstaklega meðal yngri kynslóða, þar sem áhersla á andlega heilsu, félagslegt réttlæti, samfélagslega samheldni og umhverfisvernd hefur aukist verulega. 48% Generation Z velja „heilsu og vellíðan“ sem mikilvægustu áhersluna 42% nefna „frið og réttlæti“ og 38% velja jafnrétti kynjanna og enga fátækt Svipuð mynstur birtast hjá Millennials og Generation X Hjá elstu kynslóðinni er „friður og réttlæti“ í efsta sæti Tæplega þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum koma saman á þinginu til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Velsældarþing stendur yfir í tvo daga og er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins.“ Frá Velsældarþingi í Hörpu fyrr í dag.Pétur Fjeldsted Fólk og jörðin sett í forgang Dóra Guðrún flutti opnunarávarp og lagði áherslu á mikilvægi þess að mæla það sem raunverulega skiptir máli í samfélögum. „Velsældarhagkerfi snýst um að setja fólk og jörðina í forgang og mæla heilsu, öryggi og lífsgæði – ekki bara hagvöxt. Við verðum að færa gildin nær hjarta hagkerfisins og gera þau að markmiðum frekar en hliðarverkefnum,“ sagði Dóra í ávarpi sínu. Viðamikil rannsókn Fram kemur að Íslenska kynslóðamælingin sé viðamikil rannsókn sem byggi á 54 spurningum sem Prósent framkvæmir á tveggja ára fresti til að kanna viðhorf, reynslu og hegðun fjögurra kynslóða til fjölda málefna: Z kynslóðin, fædd 1997-2010 Y kynslóðin, fædd 1981-1996 X kynslóðin, fædd 1965-1980 Uppgangskynslóðin, fædd 1946-1964 Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og mátti haka við allt að 5 valmöguleika. Öllum kynslóðum nema uppgangskynslóðinni fannst heilsa og vellíðan mikilvægust. Hjá þeirri kynslóð var friður og réttlæti efst. Mynd 1. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður eftir kynslóðum. Z kynslóðin og þróun á viðhorfi hennar til heimsmarkmiðanna Árið 2021 voru aðgerðir í loftlagsmálum það heimsmarkmið sem flest í Z kynslóðinni merktu við. Tveimur árum síðar urðu miklar breytingar en þá var heimsmarkmiðið heilsa og vellíðan oftast valið og aðgerðir í loflagsmálum féllu þá í fjórða sæti. 2025 haka 48% Z kynslóðarinnar við heilsa og vellíðan, 42% við friður og réttlæti og jafnstórt hlutfall 38% við jafnrétti kynjanna, engin fátækt og góða atvinna og hagvöxtur. Mynd 2. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir Z kynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Y kynslóðin og viðhorf hennar til heimsmarkmiðanna Árið 2021 nefndu 59% Y kynslóðarinnar aðgerðir í loftlagsmálum sem mikilvægasta heimsmarkmiðið. Árið 2023 var heilsa og vellíðan komin í efsta sætið og engin fátækt í næstefsta sætið. Í ár, 2025 velja 48% heilsu og vellíðan sem mikilvægasta heimsmarkmiðið, 42% velja frið og réttlæti og 38% velja að jöfnu jafnrétti kynjanna og enga fátækt. Mynd 3. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir X kynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Viðhorf X kynslóðarinnar til heimsmarkmiðanna Árið 2021 voru aðgerðir í loftlagsmálum mikilvægasta heimsmarkmiðið hjá X kynslóðinni. Tveimur árum síðar 2023 höfðu aðgerðir í loftlagsmálum fallið í níunda sætið en heilsa og vellíðan var orðið mikilvægasta heimsmarkmiðið. Árið 2025 velja 52% heilsu og vellíðan sem mikilvægasta heimsmarkmiðið, þar á eftir velja 46% frið og réttlæti og 44% engin fátækt. Mynd 4. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir X kynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Uppgangskynslóðin og viðhorf hennar Hjá uppgangskynslóðinni voru aðgerðir í loftlagsmálum, heilsa og vellíðan og menntun fyrir öll mikilvægustu heimsmarkmiðið 2021. Árið 2023 höfðu aðgerðir í loftlagsmálum fallið í sjöunda en flestir völdu heilsu og vellíðan. Árið 2025 velja flestir eða 54% frið og réttlæti og 51% heilsu og vellíðan sem mikilvægasta heimsmarkmiðið, þar á eftir kemur engin fátækt og aukin jöfnuður,“ segir í tilkynningunni. Mynd 5. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir uppgangskynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Framkvæmd rannsóknar Gögnum var safnað frá 14. febrúar til 2. mars 2025.Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.Úrtak: 4.800 (einstaklingar 15 ára og eldri)Svarendur: 2.466Svarhlutfall: 51% Íslenska kynslóðamælingunni byggir á svörum einstaklinga niður í 15 ára aldur. Pétur Fjeldsted Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Sameinuðu þjóðirnar Ráðstefnur á Íslandi Embætti landlæknis Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjustu kynslóðamælingunni sem Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis, kynnti á Velsældarþingi, Wellbeing Economy Forum, sem formlega var sett í Hörpu í morgun. Í tilkynningu segir að í mælingunni, sem unnin var af Prósent, hafi þátttakendur verið beðnir um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeir telji brýnast að leggja áherslu á í íslensku samfélagi. „Niðurstöðurnar sýna skýrt fram á það að heilsa og vellíðan sé mikilvægasta heimsmarkmiðið, einnig er hægt að greina mun á viðhorfum, sérstaklega meðal yngri kynslóða, þar sem áhersla á andlega heilsu, félagslegt réttlæti, samfélagslega samheldni og umhverfisvernd hefur aukist verulega. 48% Generation Z velja „heilsu og vellíðan“ sem mikilvægustu áhersluna 42% nefna „frið og réttlæti“ og 38% velja jafnrétti kynjanna og enga fátækt Svipuð mynstur birtast hjá Millennials og Generation X Hjá elstu kynslóðinni er „friður og réttlæti“ í efsta sæti Tæplega þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum koma saman á þinginu til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Velsældarþing stendur yfir í tvo daga og er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins.“ Frá Velsældarþingi í Hörpu fyrr í dag.Pétur Fjeldsted Fólk og jörðin sett í forgang Dóra Guðrún flutti opnunarávarp og lagði áherslu á mikilvægi þess að mæla það sem raunverulega skiptir máli í samfélögum. „Velsældarhagkerfi snýst um að setja fólk og jörðina í forgang og mæla heilsu, öryggi og lífsgæði – ekki bara hagvöxt. Við verðum að færa gildin nær hjarta hagkerfisins og gera þau að markmiðum frekar en hliðarverkefnum,“ sagði Dóra í ávarpi sínu. Viðamikil rannsókn Fram kemur að Íslenska kynslóðamælingin sé viðamikil rannsókn sem byggi á 54 spurningum sem Prósent framkvæmir á tveggja ára fresti til að kanna viðhorf, reynslu og hegðun fjögurra kynslóða til fjölda málefna: Z kynslóðin, fædd 1997-2010 Y kynslóðin, fædd 1981-1996 X kynslóðin, fædd 1965-1980 Uppgangskynslóðin, fædd 1946-1964 Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og mátti haka við allt að 5 valmöguleika. Öllum kynslóðum nema uppgangskynslóðinni fannst heilsa og vellíðan mikilvægust. Hjá þeirri kynslóð var friður og réttlæti efst. Mynd 1. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður eftir kynslóðum. Z kynslóðin og þróun á viðhorfi hennar til heimsmarkmiðanna Árið 2021 voru aðgerðir í loftlagsmálum það heimsmarkmið sem flest í Z kynslóðinni merktu við. Tveimur árum síðar urðu miklar breytingar en þá var heimsmarkmiðið heilsa og vellíðan oftast valið og aðgerðir í loflagsmálum féllu þá í fjórða sæti. 2025 haka 48% Z kynslóðarinnar við heilsa og vellíðan, 42% við friður og réttlæti og jafnstórt hlutfall 38% við jafnrétti kynjanna, engin fátækt og góða atvinna og hagvöxtur. Mynd 2. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir Z kynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Y kynslóðin og viðhorf hennar til heimsmarkmiðanna Árið 2021 nefndu 59% Y kynslóðarinnar aðgerðir í loftlagsmálum sem mikilvægasta heimsmarkmiðið. Árið 2023 var heilsa og vellíðan komin í efsta sætið og engin fátækt í næstefsta sætið. Í ár, 2025 velja 48% heilsu og vellíðan sem mikilvægasta heimsmarkmiðið, 42% velja frið og réttlæti og 38% velja að jöfnu jafnrétti kynjanna og enga fátækt. Mynd 3. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir X kynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Viðhorf X kynslóðarinnar til heimsmarkmiðanna Árið 2021 voru aðgerðir í loftlagsmálum mikilvægasta heimsmarkmiðið hjá X kynslóðinni. Tveimur árum síðar 2023 höfðu aðgerðir í loftlagsmálum fallið í níunda sætið en heilsa og vellíðan var orðið mikilvægasta heimsmarkmiðið. Árið 2025 velja 52% heilsu og vellíðan sem mikilvægasta heimsmarkmiðið, þar á eftir velja 46% frið og réttlæti og 44% engin fátækt. Mynd 4. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir X kynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Uppgangskynslóðin og viðhorf hennar Hjá uppgangskynslóðinni voru aðgerðir í loftlagsmálum, heilsa og vellíðan og menntun fyrir öll mikilvægustu heimsmarkmiðið 2021. Árið 2023 höfðu aðgerðir í loftlagsmálum fallið í sjöunda en flestir völdu heilsu og vellíðan. Árið 2025 velja flestir eða 54% frið og réttlæti og 51% heilsu og vellíðan sem mikilvægasta heimsmarkmiðið, þar á eftir kemur engin fátækt og aukin jöfnuður,“ segir í tilkynningunni. Mynd 5. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag? Niðurstöður fyrir uppgangskynslóðina ásamt þróun á milli tímabila. Framkvæmd rannsóknar Gögnum var safnað frá 14. febrúar til 2. mars 2025.Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.Úrtak: 4.800 (einstaklingar 15 ára og eldri)Svarendur: 2.466Svarhlutfall: 51% Íslenska kynslóðamælingunni byggir á svörum einstaklinga niður í 15 ára aldur. Pétur Fjeldsted
Velsældarþing stendur yfir í tvo daga og er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins.“
Framkvæmd rannsóknar Gögnum var safnað frá 14. febrúar til 2. mars 2025.Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.Úrtak: 4.800 (einstaklingar 15 ára og eldri)Svarendur: 2.466Svarhlutfall: 51% Íslenska kynslóðamælingunni byggir á svörum einstaklinga niður í 15 ára aldur.
Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Sameinuðu þjóðirnar Ráðstefnur á Íslandi Embætti landlæknis Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira