Viðsnúningur eftir krappan dans Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. maí 2025 13:31 Verkefni sveitarstjórna víða um land eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi segir Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjarðarbyggð Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“ Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“
Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira