„Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 21:31 Bæði almenningur og fagfjárfestar fá að kaupa í næsta hlutafjárútboði á Íslandsbanka. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir mikilvægt að flýta sér hægt í fyrirhuguðu útboði. Hann segir íslenska banka með öruggari fjárfestingarkostum. Vísir Bæði almenningur og fagfjárfestar munu geta keypt í Íslandsbanka í fyrirhugðu útboði stjórnvalda á eignarhlut í bankanum. Sérfræðingur á fjármálamarkaði ráðleggur ríkisstjórninni að flýta sér hægt og hafa upplýsingagjöf í lagi. Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri. Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri.
Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira