Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:31 Sanna Magdalena er oddviti Sósíalistaflokksins og formaður velferðarráðs. Stöð 2 Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum. Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21