Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:31 Sanna Magdalena er oddviti Sósíalistaflokksins og formaður velferðarráðs. Stöð 2 Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum. Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21