Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 11:03 Þorbjörg Sigríður segir afstöðu sína til málsins skýra. Vísir/Anton Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“ Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“
Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02