Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 11:30 Svala Jóhannesdóttir vill að aukið verði aðgengi að vímuefnaprófum svo fólk geti athugað hvort það sé Nitazene í ópíóíðunum sem það ætlar að neyta. Vísir/Vilhelm Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar. Svala ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í gær en Matthildarsamtökin hafa síðustu ár fylgst vel með þessu efni. Hún segir það afar hættulegt og hafa valdið mörgum dauðsföllum víða í Evrópu síðustu misseri. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. Fyrst var haldið að um væri að ræða Oxycontin en eftir nánari skoðun kom í ljós að töflurnar innihéldu Nitazene. Fjórtán eru í haldi vegna málsins. „Þetta er það sem við þekkjum að gerist inni á ólöglega vímuefnamarkaðnum,“ segir Svala og að þessi markaður hafi breyst mikið síðustu tíu árin. Framleitt á ólöglegum tilraunastofum Nitazene sé flokkað sem nýr ópíóíði og sé framleitt á ólöglegum tilraunastofum í því skyni að líkja eftir öðrum ópíóíðum eins og Oxycontin og morfíni. Efnið setjist á sama viðtakara og hafi sömu verkjastillandi áhrifin en sé mun sterkara. „Þegar við erum að banna ákveðin efni, og erum með löggæslu og eftirlit, þá eru þessir framleiðendur og innflutningsaðilar alltaf að reyna að koma efnunum á milli lands í minna magni,“ segir Svala. Nitazene hafi fundist í Evrópu og Norðurlöndunum á síðustu árum. Kollegar Matthildsarsamtakanna í Noregi hafi reynt að fyrirbyggja þetta í töluverðan tíma því frá 2023 til 2025 hafi 34 látist í Noregi vegna efnisins. Mikil eftirspurn á Íslandi Svala segir það magn sem var haldlagt sýna að eftirspurnin eftir þessum efnum á Íslandi sé gríðarleg. Það sé aukning á ópíóíðavanda og fleiri reyki efnin en áður. Svala segir ekki vitað hvort efnið sé í dreifingu eða sölu á Íslandi. Það sé vitað að það sé í töflunum sem tollurinn lagði hald á en miðað við stöðuna í Evrópu megi gera ráð fyrir því að efnið sé komið í dreifingu eða að það sé stutt í að það gerist. Svala segir nauðsynlegt að sett sé af stað sameiginlegt verklag þannig að þegar eitthvað efni komi í umferð sé brugðist eins við alls staðar og öll efni greind um leið. „Nítazene er mun sterkari en aðrir ópíóíðar eða morfín og þess vegna veldur þetta öndunarbælingu og ef fólk veit ekki að það er Nítazene í töflunum sem það er nota getur það valdið ofskömmtun og dauðsfalli og við erum með fjölmörg dauðsföll í Evrópu og Norðurlöndum út af þessu efni.“ Verði að taka þessu alvarlega Hún segir að það verði að taka því alvarlega þegar svona efni mælast á Íslandi. Þó að magnið sé mikið sem hafi verið haldlagt sé þetta líklega dropi í hafið. Svala segir mikilvægt að fólk hugi að sínu öryggi ætli það að neyta slíkra efna og sagði frá þjónustu Reyks en fjallað var um úrræðið nýlega á Vísi. „Við erum að hitta fólk sem er að kljást við þennan vanda og veita því stuðning og skaðaminnandi þjónustu,“ segir Svala og að eitt af þeirra úrræðum séu hraðpróf til að greina hvort nitazene sé í töflunum. Samtökin hafi fengið vísindamenn við Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði til að greina töflurnar með hraðprófunum og niðurstaðan hafi strax komið jákvæð. Samtökin vilji að prófunum sé dreift í flestum úrræðum, þannig fólk sem er háð ópíóíðum geti haft aðgengi að þessum prófum. Hjá þeim er einnig hægt að fá Naloxone sem er bráðalyf við ofskömmtun á ópíóðum. Heilbrigðismál Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Lyf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6. nóvember 2024 17:57 Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. 5. nóvember 2024 19:01 Ávísanir geri ekkert til að minnka alvarlegasta skaðann Geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segja það að skrifa út morfíntöflur fyrir fíkla ekki taka á mestu hættunni sem steðjar að þeim. 17. desember 2023 11:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Svala ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í gær en Matthildarsamtökin hafa síðustu ár fylgst vel með þessu efni. Hún segir það afar hættulegt og hafa valdið mörgum dauðsföllum víða í Evrópu síðustu misseri. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. Fyrst var haldið að um væri að ræða Oxycontin en eftir nánari skoðun kom í ljós að töflurnar innihéldu Nitazene. Fjórtán eru í haldi vegna málsins. „Þetta er það sem við þekkjum að gerist inni á ólöglega vímuefnamarkaðnum,“ segir Svala og að þessi markaður hafi breyst mikið síðustu tíu árin. Framleitt á ólöglegum tilraunastofum Nitazene sé flokkað sem nýr ópíóíði og sé framleitt á ólöglegum tilraunastofum í því skyni að líkja eftir öðrum ópíóíðum eins og Oxycontin og morfíni. Efnið setjist á sama viðtakara og hafi sömu verkjastillandi áhrifin en sé mun sterkara. „Þegar við erum að banna ákveðin efni, og erum með löggæslu og eftirlit, þá eru þessir framleiðendur og innflutningsaðilar alltaf að reyna að koma efnunum á milli lands í minna magni,“ segir Svala. Nitazene hafi fundist í Evrópu og Norðurlöndunum á síðustu árum. Kollegar Matthildsarsamtakanna í Noregi hafi reynt að fyrirbyggja þetta í töluverðan tíma því frá 2023 til 2025 hafi 34 látist í Noregi vegna efnisins. Mikil eftirspurn á Íslandi Svala segir það magn sem var haldlagt sýna að eftirspurnin eftir þessum efnum á Íslandi sé gríðarleg. Það sé aukning á ópíóíðavanda og fleiri reyki efnin en áður. Svala segir ekki vitað hvort efnið sé í dreifingu eða sölu á Íslandi. Það sé vitað að það sé í töflunum sem tollurinn lagði hald á en miðað við stöðuna í Evrópu megi gera ráð fyrir því að efnið sé komið í dreifingu eða að það sé stutt í að það gerist. Svala segir nauðsynlegt að sett sé af stað sameiginlegt verklag þannig að þegar eitthvað efni komi í umferð sé brugðist eins við alls staðar og öll efni greind um leið. „Nítazene er mun sterkari en aðrir ópíóíðar eða morfín og þess vegna veldur þetta öndunarbælingu og ef fólk veit ekki að það er Nítazene í töflunum sem það er nota getur það valdið ofskömmtun og dauðsfalli og við erum með fjölmörg dauðsföll í Evrópu og Norðurlöndum út af þessu efni.“ Verði að taka þessu alvarlega Hún segir að það verði að taka því alvarlega þegar svona efni mælast á Íslandi. Þó að magnið sé mikið sem hafi verið haldlagt sé þetta líklega dropi í hafið. Svala segir mikilvægt að fólk hugi að sínu öryggi ætli það að neyta slíkra efna og sagði frá þjónustu Reyks en fjallað var um úrræðið nýlega á Vísi. „Við erum að hitta fólk sem er að kljást við þennan vanda og veita því stuðning og skaðaminnandi þjónustu,“ segir Svala og að eitt af þeirra úrræðum séu hraðpróf til að greina hvort nitazene sé í töflunum. Samtökin hafi fengið vísindamenn við Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði til að greina töflurnar með hraðprófunum og niðurstaðan hafi strax komið jákvæð. Samtökin vilji að prófunum sé dreift í flestum úrræðum, þannig fólk sem er háð ópíóíðum geti haft aðgengi að þessum prófum. Hjá þeim er einnig hægt að fá Naloxone sem er bráðalyf við ofskömmtun á ópíóðum.
Heilbrigðismál Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Lyf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6. nóvember 2024 17:57 Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. 5. nóvember 2024 19:01 Ávísanir geri ekkert til að minnka alvarlegasta skaðann Geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segja það að skrifa út morfíntöflur fyrir fíkla ekki taka á mestu hættunni sem steðjar að þeim. 17. desember 2023 11:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6. nóvember 2024 17:57
Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. 5. nóvember 2024 19:01
Ávísanir geri ekkert til að minnka alvarlegasta skaðann Geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segja það að skrifa út morfíntöflur fyrir fíkla ekki taka á mestu hættunni sem steðjar að þeim. 17. desember 2023 11:02