Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Bjarki Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 19:29 Svona eru laun bæjarstjóranna í tíu stærstu sveitarfélögum landsins. vísir/hjalti Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira