Akranes

Fréttamynd

Veitir leyfi til veiða á lang­reyði og hrefnu

Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Skaga­menn glöddu lítið hjarta

Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir eig­endur Skagans stefna á að hefja starf­semi í nóvember

Hópur fjárfesta hefur náð samkomulagi um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X á Akranesi. Auk þess munu þeir taka á leigu mikið af þeim húsakosti sem fyrirtækið bjó yfir í því skyni að hefja þar aftur rekstur. Þetta kemur fram í tilkynningu um kaupin, en það er nýtt félag, KAPP Skaginn ehf., sem er kaupandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með húsaflutninga á heilanum

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni.

Lífið
Fréttamynd

Kröfur upp á um 13 milljarða í þrota­bú Skagans 3X

Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­boð berast í eignir þrota­búsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa á­huga“

Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Setti hraða­met í heiðurssundi fyrir syni Eddu Bjarkar

Sigurgeir Svanbergsson synti í gær frá Flateyri til Holtsstrandar og sló hraðamet í sundinu sem hann vill kalla Drengjasund. Sigurgeir stundar sjósund til að berskjalda sig fyrir því sem honum þykir óþægilegt. Hann segir hafi geta verið hættulegt og skelfilegt en það jafnist ekkert á við tilfinninguna að skríða upp hinum megin.

Innlent
Fréttamynd

Tölum saman um skóla­starf

Að vinna í grunnskóla er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér en á sama tíma er það mjög vandasamt. Starfsfólk í skólum hefur mikil áhrif á líf barna og fjölskyldna þeirra og við munum öll eftir þeim kennurum sem hjálpuðu okkur að vaxa og við munum líka eftir þeim sem gerðu það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakara­stofu landsins

Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka mögu­leika til kolefnisförgunar í Hval­firði

Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill.

Lífið
Fréttamynd

Gríðar­legir hags­munir í húfi fyrir sjávar­út­veg að Skaginn 3X lifi

Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það.

Innlent
Fréttamynd

Datt niður stiga tvisvar sinnum sama daginn

„Ég myndi segja að sjálfstraustið hafi aukist verulega og á mjög líklega eftir að vaxa enn frekar,“ segir hin 22 ára Skagamær, Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, um þann ávinning sem undirbúningsferlið fyrir Ungfrú Ísland hefur fært henni. Hún segir orðið fegurðarsamkeppni ekki taka utan um alla þá vinnu sem fer fram á bakvið tjöldin. 

Lífið
Fréttamynd

Annað til­boð borist í Skagann 3X

Tvö tilboð hafa nú borist í rekstur og eignir úr þrotabúi Skagans 3X á Akranesi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Helgi Jóhannesson skiptastjóri fundaði með Íslandsbanka í gær varðandi áður komið tilboð. 

Viðskipti innlent