Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 24. mars 2025 10:30 Eftirfarandi var haft eftir Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "It may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal," Þetta mætti þýða þannig "Það getur verið hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna, en að vera vinur Bandaríkjanna er banvænt," Er þetta rétt? Er þetta að rætast í Úkraínu? Náið samstarf Kína og Rússlands Segja má að náið samstarf Rússlands og Kína sé orðið vandamál fyrir Bandaríkin í þeirri stórveldasamkeppni sem nú ríkir. Þess vegna gætu bætt samskipti við Rússland styrkt stöðu Bandaríkjanna og það er ljóst að stjórn Donald Trump vill betri samskipti við Rússland þrátt fyrir Úkraínustríðið. Bandaríkin hafa áður breytt um áherslur í alþjóðasamskiptum. Fræg er för Richard Nixon og Henry Kissinger til Kína árið 1972. Bandaríkin gætu nú fundið sig knúin til að gera eitthvað sem bætir samskiptin við Rússland og um leið reyna að veikja samband Rússlands við Kína. En hvað er hægt að gera? Samskipti Kína og Rússlands eru orðin mjög náin. Kína hefur verið líflína Rússlands efnahagslega eftir að Úkraínustríðið hófst og mildað þannig áhrif refsiaðgerða vesturlanda vegna stríðsins. Kína er vaxandi iðnveldi sem þarf hráefni í miklu magni og Rússland er eitt auðlindaríkasta land í heiminum. Samstarf þeirra við núverandi aðstæður ættu ekki að koma á óvart. Geta Bandaríkin rekið fleyg í þetta samband. Hvað gætu Bandaríkin boðið Rússlandi í staðinn? Friðarsamningur Eitt væri friðarsamningur í Úkraínu á forsendum sem Pútin sættir sig við. Eftirgjöf á landi og hlutleysi Úkraínu sem stæði áfram utan NATO. Afnám refsiaðgerða gegn Rússlandi. Ég er ekki að fullyrða að þetta sé ætlun stjórnvalda í Bandaríkjunum en yrði þetta að veruleika myndu sum Evrópuríki líta svo á að Úkraínu hafi verðið fórnað eins og peði á taflborði. Rússnesk stjórnvöld hafa alltaf mótmælt stækkun NATO og margt bendir til að Bandaríkin vilji draga sig hernaðarlega úr Evrópu að miklu, eða hugsanlega öllu leyti. Þetta væri í samræmi við vilja Pútin. En væri þetta nóg? Hugsanlega ekki, viðskiptasamband Rússlands og Kína yrði áfram mikilvægt fyrir bæði ríkin. Við það bætist að þó staða Donald Trump sé sterk í Bandaríkjunum í dag verður hann ekki forseti nema í 4 ár í viðbót. Hann getur ekki lofað Pútin neinu til lengdar? Leiðtogar Kína sitja að jafnaði lengur en forsetar Bandaríkjanna og staða Xi Jinping núverandi leiðtoga Kína er sterk. Nýr forseti Bandaríkjanna gæti hugsanlega eftir 4 ár snúið við mörgu við af því sem Donald Trump gerir nú á seinna kjörtímabili sínu. Pútin væri því að taka áhættu með bættum samskiptum við Bandaríkin á kostnað samskiptanna við Kína. Það er líka áhætta í þessu fyrir Trump. Ef samningar um Úkraínu verða óhagstæðir að mati Evrópuríkja spillir það samstarfi Bandaríkjanna við Evrópu í framtíðinni. Þó Evrópa standi ekki vel í varnarmálum á dag eru mörg lönd álfunnar rík og viðskipti við Evrópu áfram mikilvæg fyrir Bandaríkin. Dragi Donald Trump Bandaríkin að miklu eða öllu leyti úr NATO gætu Evrópuríki farið að líta á Bandaríkin sem ótraustan bandamann, „unreliable partner.“ Uppákomurnar með Grænland og Kananda hafa þegar valdið usla. Það gæti tekið langan tíma að bæta þetta samband aftur ef Evrópu tækist að auka viðskipti sín við aðra heimshluta á kostnað viðskipa við Bandaríkin. Evrópa gæti líka styrkt sig í varnarmálum farið að framleiða sín eigin vopn í meira mæli en nú er og keypt vopn frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Staðan í Úkraínustríðinu Eins og staðan er í Úkraínustríðinu virðast a.m.k. sum Evrópuríki vilja halda stríðinu áfram og tilkynna enn frekari vopnasendingar til landsins. Donald Trump vil aftur á móti gera friðarsamning við Rússa. Hann vísar í fjölda dauðsfalla sem fylgja stríðinu sem hann vill stöðva. Við þetta bætist meiri eyðilegging eigna auk þess sem meira landsvæði gæti tapast í áframhaldandi stríði. Eins og staðan er í dag hafa Rússar aftur á móti hvata til að halda stríðinu áfram. Í áframhaldandi stríði er það Úkraína sem verður fyrir mannfalli („pays the blood price”), en ekki NATO ríkin. Bandaríkin vilja ekki veita Úkraínu öryggistryggingu. Keir Starmer forsætirsáðherra Bretlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands vinna að því að koma upp hópi viljugra þjóða „coalition of the willing“ til friðargæslu. Ólíklegt er að hægt verði að ná samkomulagi við Rússland um friðargæsluliða frá NATO ríkjum í Úkraínu. Þannig yrði Úkraína að þeirra mati óformlegt NATO ríki. Bretar og Frakkar geta ekki fyllt skarð Bandaríkjanna í Úkraínustríðinu eins og staðan er í dag. Í nýlegu símtali milli Donalds Trump og Vladímír Pútins, vildi Trump almennt vopnahlé í Úkraínu á meðan aðeins var samið um að hætta að eyðileggja orkuinnviði í 30 daga. Það eru sennilega ekki miklir orkuinnviðir eftir til að eyðileggja í Úkraínu. Um 80% af orkuinnviðum Úkraínu höfðu eyðilagst eftir rússneskar sprengjuárásir, var haft eftir Zelenskí í BBC í september 2024. Aftur á móti eru miklir innviðir í Rússlandi sem Pútin vill að ekki verði ráðist á. Pútin vill halda opnu talsambandi við Trump og þetta var niðurstaðan, samtalið heldur áfram. Vaxandi stórveldasamkeppni Við lifum nú í margpóla heimi „multipolar world“ sem er hættulegri og ófyrirsjáanlegri en áður var. Kína og Rússar vita að það þjónar hagsmunum Bandaríkjanna í stórveldasamkeppninni að reka fleyg í samstarf þeirra. Þetta styrkir stöðu Rússlands gagnvart Kína. Þegar stórveldasamkeppninni sleppir eru Bandaríkin þó sjálf örugg sem öflugasta stórveldið og kjarnorkuveldi fjarri sínum helsta keppinaut, Kína. En Bandaríkin vilja nú styrkja stöðu sína í Asíu sem verður varla nema með minni hernaðarviðveru í Evrópu. Þetta er flókin staða og henni fylgir áhætta og ókyrrð í alþjóðasamskiptum sem í eðli sínu eru miskunnarlaus. Við lifum á tímum vaxandi stórveldasamkeppni og átaka. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi var haft eftir Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "It may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal," Þetta mætti þýða þannig "Það getur verið hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna, en að vera vinur Bandaríkjanna er banvænt," Er þetta rétt? Er þetta að rætast í Úkraínu? Náið samstarf Kína og Rússlands Segja má að náið samstarf Rússlands og Kína sé orðið vandamál fyrir Bandaríkin í þeirri stórveldasamkeppni sem nú ríkir. Þess vegna gætu bætt samskipti við Rússland styrkt stöðu Bandaríkjanna og það er ljóst að stjórn Donald Trump vill betri samskipti við Rússland þrátt fyrir Úkraínustríðið. Bandaríkin hafa áður breytt um áherslur í alþjóðasamskiptum. Fræg er för Richard Nixon og Henry Kissinger til Kína árið 1972. Bandaríkin gætu nú fundið sig knúin til að gera eitthvað sem bætir samskiptin við Rússland og um leið reyna að veikja samband Rússlands við Kína. En hvað er hægt að gera? Samskipti Kína og Rússlands eru orðin mjög náin. Kína hefur verið líflína Rússlands efnahagslega eftir að Úkraínustríðið hófst og mildað þannig áhrif refsiaðgerða vesturlanda vegna stríðsins. Kína er vaxandi iðnveldi sem þarf hráefni í miklu magni og Rússland er eitt auðlindaríkasta land í heiminum. Samstarf þeirra við núverandi aðstæður ættu ekki að koma á óvart. Geta Bandaríkin rekið fleyg í þetta samband. Hvað gætu Bandaríkin boðið Rússlandi í staðinn? Friðarsamningur Eitt væri friðarsamningur í Úkraínu á forsendum sem Pútin sættir sig við. Eftirgjöf á landi og hlutleysi Úkraínu sem stæði áfram utan NATO. Afnám refsiaðgerða gegn Rússlandi. Ég er ekki að fullyrða að þetta sé ætlun stjórnvalda í Bandaríkjunum en yrði þetta að veruleika myndu sum Evrópuríki líta svo á að Úkraínu hafi verðið fórnað eins og peði á taflborði. Rússnesk stjórnvöld hafa alltaf mótmælt stækkun NATO og margt bendir til að Bandaríkin vilji draga sig hernaðarlega úr Evrópu að miklu, eða hugsanlega öllu leyti. Þetta væri í samræmi við vilja Pútin. En væri þetta nóg? Hugsanlega ekki, viðskiptasamband Rússlands og Kína yrði áfram mikilvægt fyrir bæði ríkin. Við það bætist að þó staða Donald Trump sé sterk í Bandaríkjunum í dag verður hann ekki forseti nema í 4 ár í viðbót. Hann getur ekki lofað Pútin neinu til lengdar? Leiðtogar Kína sitja að jafnaði lengur en forsetar Bandaríkjanna og staða Xi Jinping núverandi leiðtoga Kína er sterk. Nýr forseti Bandaríkjanna gæti hugsanlega eftir 4 ár snúið við mörgu við af því sem Donald Trump gerir nú á seinna kjörtímabili sínu. Pútin væri því að taka áhættu með bættum samskiptum við Bandaríkin á kostnað samskiptanna við Kína. Það er líka áhætta í þessu fyrir Trump. Ef samningar um Úkraínu verða óhagstæðir að mati Evrópuríkja spillir það samstarfi Bandaríkjanna við Evrópu í framtíðinni. Þó Evrópa standi ekki vel í varnarmálum á dag eru mörg lönd álfunnar rík og viðskipti við Evrópu áfram mikilvæg fyrir Bandaríkin. Dragi Donald Trump Bandaríkin að miklu eða öllu leyti úr NATO gætu Evrópuríki farið að líta á Bandaríkin sem ótraustan bandamann, „unreliable partner.“ Uppákomurnar með Grænland og Kananda hafa þegar valdið usla. Það gæti tekið langan tíma að bæta þetta samband aftur ef Evrópu tækist að auka viðskipti sín við aðra heimshluta á kostnað viðskipa við Bandaríkin. Evrópa gæti líka styrkt sig í varnarmálum farið að framleiða sín eigin vopn í meira mæli en nú er og keypt vopn frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Staðan í Úkraínustríðinu Eins og staðan er í Úkraínustríðinu virðast a.m.k. sum Evrópuríki vilja halda stríðinu áfram og tilkynna enn frekari vopnasendingar til landsins. Donald Trump vil aftur á móti gera friðarsamning við Rússa. Hann vísar í fjölda dauðsfalla sem fylgja stríðinu sem hann vill stöðva. Við þetta bætist meiri eyðilegging eigna auk þess sem meira landsvæði gæti tapast í áframhaldandi stríði. Eins og staðan er í dag hafa Rússar aftur á móti hvata til að halda stríðinu áfram. Í áframhaldandi stríði er það Úkraína sem verður fyrir mannfalli („pays the blood price”), en ekki NATO ríkin. Bandaríkin vilja ekki veita Úkraínu öryggistryggingu. Keir Starmer forsætirsáðherra Bretlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands vinna að því að koma upp hópi viljugra þjóða „coalition of the willing“ til friðargæslu. Ólíklegt er að hægt verði að ná samkomulagi við Rússland um friðargæsluliða frá NATO ríkjum í Úkraínu. Þannig yrði Úkraína að þeirra mati óformlegt NATO ríki. Bretar og Frakkar geta ekki fyllt skarð Bandaríkjanna í Úkraínustríðinu eins og staðan er í dag. Í nýlegu símtali milli Donalds Trump og Vladímír Pútins, vildi Trump almennt vopnahlé í Úkraínu á meðan aðeins var samið um að hætta að eyðileggja orkuinnviði í 30 daga. Það eru sennilega ekki miklir orkuinnviðir eftir til að eyðileggja í Úkraínu. Um 80% af orkuinnviðum Úkraínu höfðu eyðilagst eftir rússneskar sprengjuárásir, var haft eftir Zelenskí í BBC í september 2024. Aftur á móti eru miklir innviðir í Rússlandi sem Pútin vill að ekki verði ráðist á. Pútin vill halda opnu talsambandi við Trump og þetta var niðurstaðan, samtalið heldur áfram. Vaxandi stórveldasamkeppni Við lifum nú í margpóla heimi „multipolar world“ sem er hættulegri og ófyrirsjáanlegri en áður var. Kína og Rússar vita að það þjónar hagsmunum Bandaríkjanna í stórveldasamkeppninni að reka fleyg í samstarf þeirra. Þetta styrkir stöðu Rússlands gagnvart Kína. Þegar stórveldasamkeppninni sleppir eru Bandaríkin þó sjálf örugg sem öflugasta stórveldið og kjarnorkuveldi fjarri sínum helsta keppinaut, Kína. En Bandaríkin vilja nú styrkja stöðu sína í Asíu sem verður varla nema með minni hernaðarviðveru í Evrópu. Þetta er flókin staða og henni fylgir áhætta og ókyrrð í alþjóðasamskiptum sem í eðli sínu eru miskunnarlaus. Við lifum á tímum vaxandi stórveldasamkeppni og átaka. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar