Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar 3. desember 2025 18:30 Umræðan um jarðgangaáætlun hefur tekið nýja stefnu. Innviðaráðherra hefur lýst því yfir að náttúruvá sé forsenda nýrrar forgangsröðunar á samgönguáætlun. Þessi orð marka tímamót. Ef stjórnvöld ætla að standa við þessi orð, þá getur aðeins eitt verkefni verið efst á blaði: Fjarðarheiðargöng. Varnarleysi á fjallvegi Fyrir mér er þetta ekki bara spurning um malbik og steypu, heldur persónulegt öryggismál. Í nóvember 2017 lenti ég, ásamt eiginmanni mínum, í bílslysi á Fjarðarheiði þegar stjórnlaus bíll kom á móti okkur og lenti harkalega á bílnum okkar. Sú upplifun sýndi mér svart á hvítu hversu varnarlaus við erum á þessum vegi. Það skiptir engu máli hversu varlega þú ekur sjálfur eða hversu vel búinn bíllinn þinn er; þegar aðstæður eru jafn varasamar og þær gerast á Fjarðarheiði er slysið alltaf handan við hornið. Við sluppum, en það gera ekki allir. Það er óásættanlegt að íbúar þurfi daglega að leggja líf sitt og limi að veði til að komast til vinnu, sækja þjónustu eða einfaldlega komast heim. Náttúruváin kallar á undankomuleið Seyðisfjörður býr við eina mestu náttúruvá á byggðu bóli á Íslandi. Við munum öll eftir aurskriðunum í desember 2020. Snjóflóðahætta er einnig viðvarandi ógn. Þegar vá ber að dyrum er lífsnauðsynlegt að íbúar hafi trygga undankomuleið. Fjarðarheiði er hins vegar veðravíti sem lokast oft á veturna – einmitt þegar hættan á ofanflóðum er mest. Að eina leiðin frá bænum sé fjallvegur, sem er oft ófær eða stórhættulegur þegar neyðarástand skapast, er öryggisleysi sem enginn ætti að búa við. Falskar lausnir og Fannardalur Í umræðunni hefur stundum verið ýjað að öðrum leiðum til að tengja firðina, til dæmis um Fannardal. En hvað á það að leysa, þegar Fjarðarheiðin er ófær, að beina fólki um annan fjallveg sem býr við sömu hættur? Í Fannardal er veruleg snjóflóðahætta. Við sáum það skýrt þegar snjóflóðin féllu í Neskaupstað árið 2023; þá var hættuástand víða á svæðinu. Að ætla að leysa samgönguvanda Seyðisfjarðar með því að treysta á vegi sem lokast vegna sömu náttúruvár er engin lausn. Það er bara tilfærsla á vandanum. Örugg heilsársgöng undir Fjarðarheiði eru eina leiðin sem tryggir öryggi. Atvinnulífið blæðir út Óvissan í samgöngum hefur ekki bara áhrif á fólk, hún drepur niður atvinnulíf. Á síðustu árum höfum við horft upp á fyrirtæki loka eða flytja starfsemi sína. Skýrasta dæmið er brotthvarf Síldarvinnslunnar á síðustu tveimur árum. Fyrirtæki geta ekki treyst á flutningaleið sem er lokuð dögum saman. Það má heldur ekki gleyma að Fjarðarheiði er hluti af Evrópuvegi nr. 1. Vegna Norrænu er Seyðisfjörður gátt Íslands til Evrópu. Lokanir á heiðinni stöðva vöruflutninga og skaða ferðaþjónustu, sem hefur áhrif á allt þjóðarbúið. Forsendubrestur sameiningar Það má heldur ekki gleyma grundvellinum sem sveitarfélagið okkar hvílir á. Þegar íbúar samþykktu sameiningu í Múlaþing árið 2020 var það gert með skýrum fyrirvara: Bættar samgöngur voru forsenda sameiningarinnar. Við vorum að búa til stórt og öflugt samfélag, en það samfélag virkar ekki ef einn hluti þess er reglulega einangraður frá hinum og þjónustukjarnanum á Egilsstöðum. Án jarðganga er sameiningin í raun ófullkomnuð og íbúar upplifa nú forsendubrest á þeim samningi sem gerður var við þá. Pólitísk loforð verða að standa Fyrir kosningarnar á síðasta ári var tónninn skýr. Allir frambjóðendur í kjördæminu, að undanskildum Flokki fólksins, lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng. Kjósendur treystu þessum loforðum. Nú, þegar ráðherra setur náttúruvá á oddinn, er tækifærið til að sýna að orðum fylgi athafnir. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þann veruleika sem við búum við: Samfélag undir stöðugri ógn, tengt umheiminum með hættulegum fjallvegi sem bregst þegar mest á reynir. Göng undir Fjarðarheiði eru eina rökrétta svarið við nýrri forgangsröðun stjórnvalda. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Samgöngur Byggðamál Samgönguáætlun Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um jarðgangaáætlun hefur tekið nýja stefnu. Innviðaráðherra hefur lýst því yfir að náttúruvá sé forsenda nýrrar forgangsröðunar á samgönguáætlun. Þessi orð marka tímamót. Ef stjórnvöld ætla að standa við þessi orð, þá getur aðeins eitt verkefni verið efst á blaði: Fjarðarheiðargöng. Varnarleysi á fjallvegi Fyrir mér er þetta ekki bara spurning um malbik og steypu, heldur persónulegt öryggismál. Í nóvember 2017 lenti ég, ásamt eiginmanni mínum, í bílslysi á Fjarðarheiði þegar stjórnlaus bíll kom á móti okkur og lenti harkalega á bílnum okkar. Sú upplifun sýndi mér svart á hvítu hversu varnarlaus við erum á þessum vegi. Það skiptir engu máli hversu varlega þú ekur sjálfur eða hversu vel búinn bíllinn þinn er; þegar aðstæður eru jafn varasamar og þær gerast á Fjarðarheiði er slysið alltaf handan við hornið. Við sluppum, en það gera ekki allir. Það er óásættanlegt að íbúar þurfi daglega að leggja líf sitt og limi að veði til að komast til vinnu, sækja þjónustu eða einfaldlega komast heim. Náttúruváin kallar á undankomuleið Seyðisfjörður býr við eina mestu náttúruvá á byggðu bóli á Íslandi. Við munum öll eftir aurskriðunum í desember 2020. Snjóflóðahætta er einnig viðvarandi ógn. Þegar vá ber að dyrum er lífsnauðsynlegt að íbúar hafi trygga undankomuleið. Fjarðarheiði er hins vegar veðravíti sem lokast oft á veturna – einmitt þegar hættan á ofanflóðum er mest. Að eina leiðin frá bænum sé fjallvegur, sem er oft ófær eða stórhættulegur þegar neyðarástand skapast, er öryggisleysi sem enginn ætti að búa við. Falskar lausnir og Fannardalur Í umræðunni hefur stundum verið ýjað að öðrum leiðum til að tengja firðina, til dæmis um Fannardal. En hvað á það að leysa, þegar Fjarðarheiðin er ófær, að beina fólki um annan fjallveg sem býr við sömu hættur? Í Fannardal er veruleg snjóflóðahætta. Við sáum það skýrt þegar snjóflóðin féllu í Neskaupstað árið 2023; þá var hættuástand víða á svæðinu. Að ætla að leysa samgönguvanda Seyðisfjarðar með því að treysta á vegi sem lokast vegna sömu náttúruvár er engin lausn. Það er bara tilfærsla á vandanum. Örugg heilsársgöng undir Fjarðarheiði eru eina leiðin sem tryggir öryggi. Atvinnulífið blæðir út Óvissan í samgöngum hefur ekki bara áhrif á fólk, hún drepur niður atvinnulíf. Á síðustu árum höfum við horft upp á fyrirtæki loka eða flytja starfsemi sína. Skýrasta dæmið er brotthvarf Síldarvinnslunnar á síðustu tveimur árum. Fyrirtæki geta ekki treyst á flutningaleið sem er lokuð dögum saman. Það má heldur ekki gleyma að Fjarðarheiði er hluti af Evrópuvegi nr. 1. Vegna Norrænu er Seyðisfjörður gátt Íslands til Evrópu. Lokanir á heiðinni stöðva vöruflutninga og skaða ferðaþjónustu, sem hefur áhrif á allt þjóðarbúið. Forsendubrestur sameiningar Það má heldur ekki gleyma grundvellinum sem sveitarfélagið okkar hvílir á. Þegar íbúar samþykktu sameiningu í Múlaþing árið 2020 var það gert með skýrum fyrirvara: Bættar samgöngur voru forsenda sameiningarinnar. Við vorum að búa til stórt og öflugt samfélag, en það samfélag virkar ekki ef einn hluti þess er reglulega einangraður frá hinum og þjónustukjarnanum á Egilsstöðum. Án jarðganga er sameiningin í raun ófullkomnuð og íbúar upplifa nú forsendubrest á þeim samningi sem gerður var við þá. Pólitísk loforð verða að standa Fyrir kosningarnar á síðasta ári var tónninn skýr. Allir frambjóðendur í kjördæminu, að undanskildum Flokki fólksins, lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng. Kjósendur treystu þessum loforðum. Nú, þegar ráðherra setur náttúruvá á oddinn, er tækifærið til að sýna að orðum fylgi athafnir. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þann veruleika sem við búum við: Samfélag undir stöðugri ógn, tengt umheiminum með hættulegum fjallvegi sem bregst þegar mest á reynir. Göng undir Fjarðarheiði eru eina rökrétta svarið við nýrri forgangsröðun stjórnvalda. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar