Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 10:30 Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnuslys Reykjavík Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun