Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun