Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 21. mars 2025 09:31 Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Mannanöfn Alþingi Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun