Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München þurfa kraftaverk ætli þær sér áfram í Meistaradeild Evrópu. Bayern tapaði 0-2 á heimavelli fyrir franska stórliðinu Lyon í kvöld. Tapið hefði hæglega geta verið stærra.
Glódís Perla var á varamannabekk Bayern í kvöld eftir að fá slæmt höfuðhögg á dögunum. Hennar var sárt saknað þar sem ekki stóð steinn yfir steini hjá heimaliðinu.
Lyon var án alls vafa betri aðilinn í kvöld og kom Tabitha Chawinga gestunum yfir þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Lindsey Heaps fékk kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna í uppbótartíma fyrri hálfleiksins en vítaspyrna hennar fór forgörðum.
Heaps bætti upp fyrir það með því að leggja upp annað mark Lyon sem Daelle Melchie Dumornay skoraði á 65. mínútu leiksins.
Melchie Dumornay 🇭🇹🪄#UWCL || @OLfeminin pic.twitter.com/dxTnW08X5l
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) March 18, 2025
Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna og Bayern á því enn von þó lítil sé. Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku og vonandi Bayern vegna verður Glódís Perla orðin leikfær.