Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Ellie Roebuck var hugsuð sem framtíðarmarkvörður stórliðs Barcelona þegar hún gekk í raðir félagsins í ársbyrjun 2024. Roebuck fékk hins vegar heilablóðfall tæpum mánuði síðar. Nú ári síðar horfir til betri vegar og vonast hún til að vera eftir allt saman framtíðarmarkvörður Barcelona. 20.2.2025 06:33
Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Það er vægast sagt mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Leikur Víkinga í Grikklandi stendur hins vegar upp úr. 20.2.2025 06:03
Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna. 19.2.2025 23:33
„Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Arne Slot, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar var ekki sáttur með 2-2 jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í kvöld. 19.2.2025 23:03
PSV áfram á kostnað Juventus Eftir 2-1 tap á Ítalíu í fyrri leik liðanna vann PSV 3-1 sigur í framlengdum leik og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 19.2.2025 22:52
„Fullkomið kvöld“ Kylian Mbappé skoraði öll þrjú mörkin þegar Evrópumeistarar Real Madríd unnu 3-1 sigur á Manchester City og tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eðlilega talaði hann um hið fullkomna kvöld að leik loknum. 19.2.2025 22:48
Haukar halda sér í toppbaráttunni Haukar lögðu Stjörnuna með sex marka mun í Olís deild karla, lokatölur í Garðabænum 23-29. 19.2.2025 22:31
PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil. 19.2.2025 22:16
Janus Daði öflugur í súru tapi Fjöldinn allur af íslenskum landsliðsmönnum kom við sögu í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Því miður fagnaði enginn sigri. 19.2.2025 21:50
Stólarnir stríddu toppliðinu Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum. 19.2.2025 21:46