Fótbolti

Klopp snýr aftur á Anfield

Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, verður á meðal áhorfenda á Anfield þegar að Liverpool tekur á móti Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn.

Enski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham

Starfsfólk hjá Manchester United kemst að því í dag hvort það haldi starfi sínu hjá félaginu eftir tap liðsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudagskvöld. Félagið verður af miklum fjárhæðum vegna tapsins og ljóst að fjölda fólks verður sagt upp í dag.

Enski boltinn

Var ekki nógu á­nægður með Trent

Arne Slot, þjálfari Eng­lands­meistara Liver­pool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með fram­lag Trent Alexander Arn­old á æfingum liðsins í upp­hafi tíma­bils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tíma­bilið.

Enski boltinn

Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd

Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar.

Enski boltinn

Glódís rústaði Guð­rúnu og Ísa­bellu í sjö manna bolta

Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir, landsliðskonur í fótbolta, mættust með félagsliðum sínum Bayern Munchen og Rosengard á skemmtilegu móti þar sem aðeins sjö leikmenn eru í hverju liði. Glódís og stöllur í Bayern báru 4-0 sigur úr býtum.

Fótbolti

„Verð fyrir von­brigðum ef ég fæ ekki að halda á­fram“

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 

Fótbolti

Vin­konur ó­sáttar við á­kvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smá­tíma“

Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna.

Fótbolti

„Okkur er al­veg sama núna“

„Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna.

Fótbolti

Tottenham vann Evrópudeildina

Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008.

Fótbolti