Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 10:01 Hamilton er farinn að láta til sín taka á nýjum stað. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás. Akstursíþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás.
Akstursíþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira