Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 10:01 Hamilton er farinn að láta til sín taka á nýjum stað. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás. Akstursíþróttir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás.
Akstursíþróttir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira