England komst í úrslitaleikinn á EM í Þýskalandi en tapaði þar fyrir Spáni, 2-1. Þrátt fyrir hafa komið heim með silfurverðlaun voru Englendingar gagnrýndir fyrir spilamennsku sína á mótinu. Tuchel tekur undir þá gagnrýni.
Tuchel svaraði því neitandi er hann var spurður að því hvort enska liðið hefði verið með skýran leikstíl á EM.
„Nei, ekki síðasta sumar,“ sagði Tuchel við iTV. Hann talaði svo um það sem honum fannst vanta hjá enska liðinu á EM.
„Einkenni, stefnu, takt, endurtekningu. Frelsi leikmanna, tjáningu þeirra og hungrið. Þeir voru hræddari við að detta út, að mínu mati, en að hafa hungrið til að vinna það,“ sagði Tuchel.
Þjóðverjinn stýrir enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Albaníu í undankeppni HM 2026 annað kvöld.