„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. Fótbolti 20.2.2025 23:09
Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Real Sociedad er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og rak síðasta naglann í kistu Dananna. Fótbolti 20.2.2025 22:22
Leik lokið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit. Fótbolti 20.2.2025 19:16
Býst við Grikkjunum betri í kvöld Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. Íslenski boltinn 20. febrúar 2025 15:31
Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Þrátt fyrir metinnkomu hjá Arsenal þá var enska úrvalsdeildarfélagið rekið með miklum halla á síðasta fjárhagsári. Enski boltinn 20. febrúar 2025 14:31
Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. Fótbolti 20. febrúar 2025 14:03
Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Luis Rubiales, fyrrverandi formaður spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, með því að halda um höfuð hennar og kyssa hana á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Fótbolti 20. febrúar 2025 13:48
Víkingar kæmust í 960 milljónir Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. Fótbolti 20. febrúar 2025 12:31
„Þetta er einstakur strákur“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra. Íslenski boltinn 20. febrúar 2025 11:30
Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. Íslenski boltinn 20. febrúar 2025 10:00
Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi? Íslenski boltinn 20. febrúar 2025 09:01
Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Nú er ljóst hvaða lið spila í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin inn á Vísi. Fótbolti 20. febrúar 2025 08:15
Hafa verið þrettán ár af lygum Sonia Bompastor hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea síðan hún tók við liðinu af Emmu Hayes. Á dögunum opinberaði hún leyndarmál fjölskyldunnar. Enski boltinn 20. febrúar 2025 08:01
Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Endurkoma fótboltatímabilsins í Evrópu gæti mögulega verið tilfærsla brasilíska knattspyrnumannsins Antony frá Manchester United til spænska félagsins Real Betis. Fótbolti 20. febrúar 2025 07:31
Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Inter Miami byrjaði nýtt tímabil við krefjandi aðstæður í nótt. Liðið vann þá 1-0 sigur á Sporting Kansas City á útivelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Concacaf bikarsins. Fótbolti 20. febrúar 2025 07:02
Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Ellie Roebuck var hugsuð sem framtíðarmarkvörður stórliðs Barcelona þegar hún gekk í raðir félagsins í ársbyrjun 2024. Roebuck fékk hins vegar heilablóðfall tæpum mánuði síðar. Nú ári síðar horfir til betri vegar og vonast hún til að vera eftir allt saman framtíðarmarkvörður Barcelona. Fótbolti 20. febrúar 2025 06:33
Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna. Sport 19. febrúar 2025 23:33
„Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Arne Slot, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar var ekki sáttur með 2-2 jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í kvöld. Enski boltinn 19. febrúar 2025 23:03
PSV áfram á kostnað Juventus Eftir 2-1 tap á Ítalíu í fyrri leik liðanna vann PSV 3-1 sigur í framlengdum leik og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 19. febrúar 2025 22:52
„Fullkomið kvöld“ Kylian Mbappé skoraði öll þrjú mörkin þegar Evrópumeistarar Real Madríd unnu 3-1 sigur á Manchester City og tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eðlilega talaði hann um hið fullkomna kvöld að leik loknum. Fótbolti 19. febrúar 2025 22:48
PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil. Fótbolti 19. febrúar 2025 22:16
Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. Fótbolti 19. febrúar 2025 19:31
Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Aston Villa og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik á Villa Park í ensku úrvalsdeild karla. Enski boltinn 19. febrúar 2025 19:01
„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Íslenski boltinn 19. febrúar 2025 19:01