Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Salah færði Egyptum draumabyrjun

Mohamed Salah sá til þess að Egyptaland fengi þrjú stig úr fyrsta leik sínum á Afríkumótinu í fótbolta í kvöld, með sigurmarki í uppbótartíma gegn Simbabve.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Allir virðast elska hann“

Wayne Rooney, fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins, hefur mikið álit á Declan Rice hjá Arsenal og sér hann fyrir sér í mikilvægu hlutverki hjá enska landsliðinu í framtíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta mun ekki buga okkur“

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sagðist búast við því að Bruno Fernandes yrði frá í dágóðan tíma eftir að hafa meiðst í 2-1 tapi Manchester United gegn Aston Villa í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Freyr himin­lifandi með ís­lensku strákana

Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hrósar Íslendingunum tveimur sem hann sótti til liðsins í hástert. Það segi allt um hugarfar þeirra hvers fljótt þeim tókst að aðlagast Brann og Bergen og að láta til sín taka í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífur­lega dýr­mætt fyrir KR“

Þau stóru tíðindi bárust úr her­búðum KR í gær að þaul­reyndi at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son væri orðinn leik­maður liðsins. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leik­manna­hóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnór Ingvi orðinn leik­maður KR

Þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður KR og skrifar undir samning í Vesturbænum út tímabilið 2028. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Albert Guðmundsson, skoraði eitt marka Fiorentina í afar kærkomnum fyrsta sigri liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni í dag gegn Udinese. Lokatölur 5-1 sigur Fiorentina.

Fótbolti