Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 10:10 Andi Hoti tekur í spaðann á Birni Steinari Jónssyni og handsalar samning sinn við Val sem er til fimm ára. Valur Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Andi mætti á sína fyrstu æfingu á Hlíðarenda í morgun og er klár í slaginn fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Í tilkynningu Vals segir að kaupverðið fyrir Andi verði ekki gefið upp en ljóst er að Valsmenn hrósa happi yfir að hafa klófest þennan 21 árs gamla leikmann sem spilað hefur fjórar leiktíðir í næstefstu deild, með Þrótti, Aftureldingu og Leikni. „Við höfum fylgst lengi með Andi og það er alveg frábært að ná samningum við hann á þessum tímapunkti,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Verði mikilvægur fyrir Val „Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem við teljum að henti vel í það leikkerfi sem við erum að spila og svo er hann líka á flottum aldri. Við höfum verið að styrkja okkur í ákveðnum stöðum í vetur og tölurnar hans Andi og það feedback sem við höfum fengið á hann benda til þess að hann eigi eftir að vera mikilvægur fyrir okkur,“ segir Björn Steinar. Andi bíður sjálfur spenntur eftir því að spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni, í búningi Vals. „Þetta er rökrétt skref fyrir mig enda hef ég spilað lengi í Lengjudeildinni og þetta er tækifæri sem ég hef verið að bíða eftir. Auðvitað er erfitt að yfirgefa Leikni sem er minn uppeldisklúbbur en við viljum allir vera á stóra sviðinu og ég er svo sannarlega kominn þangað. Hlakka til þess að sýna bæði Völsurum og öðrum hversu góður leikmaður ég er og get ekki beðið eftir því að fara að vinna leiki með því frábæra liði sem ég er nú orðinn hluti af,“ segir Andi í tilkynningu Vals. Besta deild karla Valur Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
Andi mætti á sína fyrstu æfingu á Hlíðarenda í morgun og er klár í slaginn fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Í tilkynningu Vals segir að kaupverðið fyrir Andi verði ekki gefið upp en ljóst er að Valsmenn hrósa happi yfir að hafa klófest þennan 21 árs gamla leikmann sem spilað hefur fjórar leiktíðir í næstefstu deild, með Þrótti, Aftureldingu og Leikni. „Við höfum fylgst lengi með Andi og það er alveg frábært að ná samningum við hann á þessum tímapunkti,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Verði mikilvægur fyrir Val „Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem við teljum að henti vel í það leikkerfi sem við erum að spila og svo er hann líka á flottum aldri. Við höfum verið að styrkja okkur í ákveðnum stöðum í vetur og tölurnar hans Andi og það feedback sem við höfum fengið á hann benda til þess að hann eigi eftir að vera mikilvægur fyrir okkur,“ segir Björn Steinar. Andi bíður sjálfur spenntur eftir því að spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni, í búningi Vals. „Þetta er rökrétt skref fyrir mig enda hef ég spilað lengi í Lengjudeildinni og þetta er tækifæri sem ég hef verið að bíða eftir. Auðvitað er erfitt að yfirgefa Leikni sem er minn uppeldisklúbbur en við viljum allir vera á stóra sviðinu og ég er svo sannarlega kominn þangað. Hlakka til þess að sýna bæði Völsurum og öðrum hversu góður leikmaður ég er og get ekki beðið eftir því að fara að vinna leiki með því frábæra liði sem ég er nú orðinn hluti af,“ segir Andi í tilkynningu Vals.
Besta deild karla Valur Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira