Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 10. mars 2025 18:00 Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun