Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 20:36 Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ívar Fannar Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. „Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún. Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún.
Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45