Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 20:36 Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ívar Fannar Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. „Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún. Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún.
Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45