Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2025 12:16 Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk í sigri Íslands á Kúbu í gær. vísir/vilhelm Félagaskipti Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, frá Leipzig til Erlangen vöktu talsverða athygli enda er Erlangen í harðri fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni. Ólafur Stefánsson botnar allavega ekkert í skiptunum. Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Í viðtali við Vísi í byrjun árs viðurkenndi Viggó að þessi félagaskipti kæmu eflaust einhverjum á óvart. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til,“ sagði Viggó sem sagðist fá betri samning hjá Erlangen. „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn.“ Ólafur hefði viljað sjá Viggó fara til sterkara liðs enda hafi hann getuna til þess. „Mér finnst þetta svolítið snemmt. Ég hefði frekar ráðlagt honum að fara í betra félag fyrir aðeins minni pening og taka sénsinn á einu stóru félagi og vinna eitthvað. Mér finnst hann oft þar. Flottur, oft mjög góður og getur alveg haldið uppi góðu liði,“ sagði Ólafur. Viggó hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM. Íslendingar mæta Slóvenum annað kvöld í úrslitaleik um sigur í G-riðli. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Sjá meira
Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Í viðtali við Vísi í byrjun árs viðurkenndi Viggó að þessi félagaskipti kæmu eflaust einhverjum á óvart. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til,“ sagði Viggó sem sagðist fá betri samning hjá Erlangen. „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn.“ Ólafur hefði viljað sjá Viggó fara til sterkara liðs enda hafi hann getuna til þess. „Mér finnst þetta svolítið snemmt. Ég hefði frekar ráðlagt honum að fara í betra félag fyrir aðeins minni pening og taka sénsinn á einu stóru félagi og vinna eitthvað. Mér finnst hann oft þar. Flottur, oft mjög góður og getur alveg haldið uppi góðu liði,“ sagði Ólafur. Viggó hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM. Íslendingar mæta Slóvenum annað kvöld í úrslitaleik um sigur í G-riðli. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Sjá meira
Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti