TikTok bann í Bandaríkjunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 10:03 Bannið var samþykkt af Hæstarétti Bandaríkjanna föstudag síðastliðinn og tók gildi á miðnætti. EPA-EFE/ERIK S. LESSER TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote. TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote.
TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira