Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 08:01 Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar