Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar