Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir og Sigurjón Ingvason skrifa 10. maí 2022 17:01 Til þess að geta boðið Hafnfirðingum góða þjónustu og byggt upp bæ þar sem öllum líður vel, þá er nauðsynlegt að eiga fyrir því. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að farið sé vel með sameiginlega sjóði okkar. Viðreisn er flokkur sem leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn. Það þýðir ekki að við viljum spara í því að gera vel við íbúa, heldur þvert á móti. Við viljum, með faglegri stjórnun, einmitt sjá til þess að það verði til peningur til að koma góðum málum í framkvæmd. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja viðvarandi trausta tekjuöflun og fara vel með þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar og hafa langtímasýn á rekstur bæjarins. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar hefur ekki viðhaft faglega fjármálastjórn í sinni stjórnartíð og eru mýmörg dæmi sem sýna að stjórnun þeirra, eða stjórnleysi öllu heldur, einkennist af tilviljunarkenndum ákvörðunum, fyrirhyggjuleysi og vafasömum gjörningum. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um slíkt. Allir vita að þessum flokkum ferst það ekki vel úr hendi að ráðstafa eignum almennings. Listinn er langur en það má benda á nýlega bankasölu, fyrri bankasölur og ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar. Í Hafnarfirði var efnt til brunaútsölu á HS Veitum undir því yfirskini að það væri nauðsynlegt vegna Covid. Faraldurinn var rétt kominn af stað þegar rokið var til og sala ákveðin. Svo mikið lá á að selja, að málið var ekki einu sinni samþykkt í bæjarstjórn áður en söluferlið fór í gang. Þetta ferli vakti margar spurningar. Af hverju lá svona mikið á? Er líklegt að fá besta verð í krísuástandi? Er skynsamlegt að skapa einkavædda einokun með því að selja fyrirtæki sem hefur einkarétt á dreifingu? Hefði ekki verið gott að halda áfram að fá góðan arð af fyrirtækinu á hverju ári til frambúðar? Þegar byggt var stórt íþróttahús í bænum á árunum 2018-2019 var ekki hægt að standa eðlilega að því heldur var farið í alls kyns fjárhagslega loftfimleika. Bærinn gerði ekki kostnaðaráætlun um bygginguna, verkið var boðið út en hætt var við að ganga til samninga við lægstbjóðanda og þar með sköpuð skaðabótaskylda og að lokum keypti bærinn eigið hús af íþróttafélaginu til þess að félagið gæti sjálft annast framkvæmdina án útboðs. Bærinn hefur verið að borga fyrir mörg verkefni sem hefur síðan verið hent í ruslið vegna sérhagsmuna. Það er algengt vinnulag meirihlutans að búa til glansmyndir um framtíðarskipulag, en sniðganga svo þær hugmyndir þegar þær henta ekki einstökum góðvinum. Þar má nefna að upphafleg skipulagslýsing fyrir Flensborgarhöfn og rammaskipulag fyrir Hraun Vestur voru slegin af, þegar lóðarhafar vildu margfalt meira byggingarmagn. Svona vinnubrögð fela ekki aðeins í sér sóun á góðri vinnu heldur riðla þau öllum eðlilegum forsendum góðrar uppbyggingar og leiða á endanum til aukins kostnaðar bæjarins vegna þess að endurhugsa þarf alla innviði þegar svona kúvendingar eru gerðar. Í aðdraganda kosninga í ár, ákvað meirihlutinn að ráðast í risastóra auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem dregin var upp óraunhæf glansmynd af “skipulagsafrekum” bæjarins á undanförnum árum. Þessar auglýsingar voru ekkert annað en hluti af kosningaherferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en birtar undir nafni Hafnarfjarðarbæjar og greiddar með þínum peningum, ágæti kjósandi! Það er athyglisvert að næst stærsti flokkurinn í bænum sem að eigin sögn er á mikilli siglingu í aðdraganda kosninga, ætlar ekki að marka sér sérstöðu í ábyrgri fjármálastjórn. Margir muna eftir því að Samfylkingin var á tíðum jafn skrautleg og ofangreindir flokkar í sinni stjórnun. Ef þú manst það ekki, þá er google alltaf tilbúið til að aðstoða. Ef kjósendur vilja ábyrga fjármálastjórn sem tryggir að þeir fái sem mest fyrir peninginn, þá er Viðreisn eini raunhæfi valkosturinn. Við leggjum áherslu á faglega og agaða fjármálastjórn, hagræðingu, samvinnu milli sveitarfélaga í innkaupum og við erum með ferskar hugmyndir um hvernig má tryggja tekjustreymi bæjarins til framtíðar, s.s. með byggingu stórskipahafnar í Óttarsstaðalandi. Er enginn orðinn leiður á gamaldags stjórnmálum og gamaldags stjórnun? Munið bara hvað lífið var miklu betra í Kardemommubænun þegar Soffía frænka var búin að koma skikki á hlutina. Höfundar eru Karólína Helga Símonardóttir sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði og Sigurjón Ingvason sem skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Til þess að geta boðið Hafnfirðingum góða þjónustu og byggt upp bæ þar sem öllum líður vel, þá er nauðsynlegt að eiga fyrir því. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að farið sé vel með sameiginlega sjóði okkar. Viðreisn er flokkur sem leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn. Það þýðir ekki að við viljum spara í því að gera vel við íbúa, heldur þvert á móti. Við viljum, með faglegri stjórnun, einmitt sjá til þess að það verði til peningur til að koma góðum málum í framkvæmd. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja viðvarandi trausta tekjuöflun og fara vel með þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar og hafa langtímasýn á rekstur bæjarins. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar hefur ekki viðhaft faglega fjármálastjórn í sinni stjórnartíð og eru mýmörg dæmi sem sýna að stjórnun þeirra, eða stjórnleysi öllu heldur, einkennist af tilviljunarkenndum ákvörðunum, fyrirhyggjuleysi og vafasömum gjörningum. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um slíkt. Allir vita að þessum flokkum ferst það ekki vel úr hendi að ráðstafa eignum almennings. Listinn er langur en það má benda á nýlega bankasölu, fyrri bankasölur og ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar. Í Hafnarfirði var efnt til brunaútsölu á HS Veitum undir því yfirskini að það væri nauðsynlegt vegna Covid. Faraldurinn var rétt kominn af stað þegar rokið var til og sala ákveðin. Svo mikið lá á að selja, að málið var ekki einu sinni samþykkt í bæjarstjórn áður en söluferlið fór í gang. Þetta ferli vakti margar spurningar. Af hverju lá svona mikið á? Er líklegt að fá besta verð í krísuástandi? Er skynsamlegt að skapa einkavædda einokun með því að selja fyrirtæki sem hefur einkarétt á dreifingu? Hefði ekki verið gott að halda áfram að fá góðan arð af fyrirtækinu á hverju ári til frambúðar? Þegar byggt var stórt íþróttahús í bænum á árunum 2018-2019 var ekki hægt að standa eðlilega að því heldur var farið í alls kyns fjárhagslega loftfimleika. Bærinn gerði ekki kostnaðaráætlun um bygginguna, verkið var boðið út en hætt var við að ganga til samninga við lægstbjóðanda og þar með sköpuð skaðabótaskylda og að lokum keypti bærinn eigið hús af íþróttafélaginu til þess að félagið gæti sjálft annast framkvæmdina án útboðs. Bærinn hefur verið að borga fyrir mörg verkefni sem hefur síðan verið hent í ruslið vegna sérhagsmuna. Það er algengt vinnulag meirihlutans að búa til glansmyndir um framtíðarskipulag, en sniðganga svo þær hugmyndir þegar þær henta ekki einstökum góðvinum. Þar má nefna að upphafleg skipulagslýsing fyrir Flensborgarhöfn og rammaskipulag fyrir Hraun Vestur voru slegin af, þegar lóðarhafar vildu margfalt meira byggingarmagn. Svona vinnubrögð fela ekki aðeins í sér sóun á góðri vinnu heldur riðla þau öllum eðlilegum forsendum góðrar uppbyggingar og leiða á endanum til aukins kostnaðar bæjarins vegna þess að endurhugsa þarf alla innviði þegar svona kúvendingar eru gerðar. Í aðdraganda kosninga í ár, ákvað meirihlutinn að ráðast í risastóra auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem dregin var upp óraunhæf glansmynd af “skipulagsafrekum” bæjarins á undanförnum árum. Þessar auglýsingar voru ekkert annað en hluti af kosningaherferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en birtar undir nafni Hafnarfjarðarbæjar og greiddar með þínum peningum, ágæti kjósandi! Það er athyglisvert að næst stærsti flokkurinn í bænum sem að eigin sögn er á mikilli siglingu í aðdraganda kosninga, ætlar ekki að marka sér sérstöðu í ábyrgri fjármálastjórn. Margir muna eftir því að Samfylkingin var á tíðum jafn skrautleg og ofangreindir flokkar í sinni stjórnun. Ef þú manst það ekki, þá er google alltaf tilbúið til að aðstoða. Ef kjósendur vilja ábyrga fjármálastjórn sem tryggir að þeir fái sem mest fyrir peninginn, þá er Viðreisn eini raunhæfi valkosturinn. Við leggjum áherslu á faglega og agaða fjármálastjórn, hagræðingu, samvinnu milli sveitarfélaga í innkaupum og við erum með ferskar hugmyndir um hvernig má tryggja tekjustreymi bæjarins til framtíðar, s.s. með byggingu stórskipahafnar í Óttarsstaðalandi. Er enginn orðinn leiður á gamaldags stjórnmálum og gamaldags stjórnun? Munið bara hvað lífið var miklu betra í Kardemommubænun þegar Soffía frænka var búin að koma skikki á hlutina. Höfundar eru Karólína Helga Símonardóttir sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði og Sigurjón Ingvason sem skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun