Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 11:01 Samband karls og konu er ekki aðeins líffræðilegt eða félagslegt fyrirkomulag, heldur líka heimspekilegt samtal milli tveggja grunnkrafta tilverunnar: forms og flæðis, stefnu og viðveru, krafts og móttöku. Þetta samtal hefur staðið frá upphafi mannkyns. Í samtímanum er sambandið orðið hávært, ruglað eða pólitískt hlaðið - þar sem hvor orka reynir að verja sig í stað þess að læra af hinni. Það sem karlmaður getur kennt konu snýst ekki um yfirráð eða leiðsögn, heldur um minningu formsins - hvernig stefna og ákvörðun geta skapað öryggi fyrir viðkvæmni. Það sem kona getur kennt karlmanni snýst ekki um undirgefni eða mýkt, heldur um minningu tengingar - hvernig viðvera og tilfinning geta opnað vitund fyrir lífinu sjálfu. Í þessum gagnkvæma lærdómi býr jafnvægi sem hvorug orka nær einsömul. Þegar maður lærir að sjá hina orkuna ekki sem andstæðu heldur sem spegil, þá verður sambandið ekki lengur leikur valds heldur vettvangur þroska. Yin–yang merkið minnir okkur á að andstæðurnar eru ekki aðskildar, heldur lifandi kraftar sem flæða hvor inn í annan. Í daglegu lífi birtist lærdómurinn ekki sem kenning, heldur sem viðbragð. Til dæmis í rifrildi. Karlmaðurinn, sem oft hefur lært að halda stjórn, finnur að eitthvað innra með honum espist - ekki endilega af orðum konunnar, heldur af því að hún rífur jafnvægið sem hann heldur í með skynsemi. Honum finnst hún „of tilfinningaleg,“ þegar í raun er hún að sýna honum þann hluta tilverunnar sem hann hefur verið þjálfaður í að bæla: óróann, flæðið sem ekki er hægt að stjórna og stýra. Ef hann getur andað djúpt og ekki lokað sig af, þá kennir hún honum að finna til án þess að tapa áttum - að tilfinning sé ekki ógn, heldur brú. Sama rifrildi getur orðið spegill hinum megin. Konan, sem oft hefur lært að tengja og miðla, finnur að hann lokar sig inni, fer í rök og fjarlægð. Hún upplifir það sem höfnun, þegar hann í raun er að verja sig gegn flóði sem hann veit ekki hvernig á að mæta. Ef hún nær að staldra við og sjá styrk hans - þessa þörf fyrir festu og skýrleika - án þess að túlka það sem kulda, þá lærir hún af honum hvernig ró og form geta haldið rými og pláss fyrir flæði og storma. Þannig verða rifrildi að kennslustundum, ef hvort um sig notar augnablikið til að læra í stað þess að verja sig. Karlmaðurinn kennir konunni þögn sem ekki er lokun. Konan kennir karlmanninum tilfinningu sem ekki er stjórnleysi. Þegar við lítum út fyrir einkalífið og inn í samfélagið, sjáum við sama mynstur í stærra formi. Í umræðunni um femínisma og karlmennsku, til dæmis, rekast þessar tvær frumorkur stöðugt á. Raddir kvenna, sem um aldir voru þaggaðar, rísa upp - stundum mjúkar og heildrænar, stundum reiðar og háværar. Þær kalla eftir réttlæti, eftir því að vera séðar og hlustað sé á þær. En hávaðinn, sem stundum fylgir, er ekki alltaf hatrið sjálft - hann er hljóð sem myndast þegar bæld rödd brýst í gegn. Það er ekki fallegt hljóð, en það er nauðsynlegt. Það er líkamlegt, lífskraftur sem loks fær loft. Hinir hræddu karlmenn sem svara með afneitun eða varnarstöðu eru ekki endilega vondir - heldur óvanir því að heyra raddir sem hrista undirstöður þess forms sem þeir hafa byggt sjálfsmynd sína á. Þeir hafa lært að öryggi felist í því að vera sá sem veit, heldur öllu saman og sá sem stjórnar. Þegar konur byrja að tala með krafti sem ekki er hægt að stjórna, finnur þessi mynd öryggis ekki lengur jarðveg. Þess vegna verður varnarviðbragðið: „Þetta er of mikið, of reitt, of tilfinningalegt.“ Það er ekki rök, heldur ótti við upplausn formsins. En ef báðir hópar - konur og karlar - sjá í gegnum hávaðann og óttann, birtist sama kennslan og í rifrildinu milli tveggja einstaklinga: Konur kenna mönnum að óttinn við það að það lifandi sé ekki dauði, heldur vakning. Karlmenn geta kennt konum að reiðin þarf ekki að brjóta niður til að breyta - hún getur mótað, ef hún sameinast vitund og stefnu. Þannig verður hávaðinn að samtali, og varnarviðbrögðin að brú milli tveggja meginorku mannlegrar vitundar. Þegar fólk lemur, öskrar, klórar eða bítur í sambandinu sínu er það ekki „illt“ fólk í kjarna sínum - það er fólk sem hefur aldrei náð að halda á eigin grunnorkum án þess að brenna sig. Það er eins og að hafa eld í lófunum en aldrei lært að sitja kyrr og finna hitann áður en maður kastar honum út fyrir sig. Í svona átökum rekst ekki bara skap saman; það rekast saman tvær ósamþykktar innri verur - tvær sárar, óstýrðar frumorkur sem hafa aldrei fengið að róast í öruggu rými. Þegar maður lemur eða öskrar er hann ekki í sambandi við sterka, stöðuga orku - hann er í sambandi við skyndilegt yfirflæði af ómeðhöndluðu óöryggi. Sama gildir fyrir konuna sem klórar eða æpir. Þetta eru varnarviðbrögð líkamans sem segja: „Ég er yfirþyrmandi. Ég get ekki fundið mig. Ég missi mig.“ Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að svona uppákoma er aldrei spurning um „hvort það sé svona fólk“. Þetta er spurning um lífskraft sem hefur ekki verið tekin í sátt. Lífskraftur sem hefur aldrei fengið að flæða í friði heldur aðeins í sprengingum. Að taka sjálfan sig - og grunnorkur sínar - í sátt þýðir að læra að sitja með þeirri orku sem undir öðrum kringumstæðum myndi lemja, æpa, hrökkva í burtu eða rífa til sín. Hún þarf rými. Hún þarf vitund. Hún þarf að verða séð. Átökin sem við sjáum á yfirborðinu eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Undir liggur óunnin lífsorka sem bíður eftir athygli. Þar hefst raunveruleg umbreyting. Þar byrjar friður, ekki í parinu, heldur í hverri manneskju fyrir sig. Þegar kynorkan breytir um form Sumt fólk finnur að form sitt - tali ekki sama tungumál og vitundin. Þetta eru þau sem ganga á milli hefðbundinna skilgreininga, þar sem hvorki „karl“ né „kona“ er full lýsing, heldur aðeins nálgun. Þau minna okkur á að kyn er ekki tvístíga stigi, heldur svið möguleika sem ekki er hægt að afneita. Þau sýna að frumorkurnar tvær, form og flæði, lifir í sama líkama, sama hjarta, sama lífi - og að jafnvægið sem við tengjum oft við dans tveggja einstaklinga er líka dans innra með einni manneskju. Flæðið þarf ekki alltaf að búa í konunni og formið í karlinum; þessar bylgjur renna saman, þar sem vitund mannsins mótar sitt eigið jafnvægi. Þegar manneskja stendur utan tvíhyggjunnar, er hún ekki „á milli“ kynja - hún er djúpt inni í samtalinu sem kynin hafa alltaf átt. Hún er lifandi áminning um að sjálfsmynd er ekki klefi formsins, heldur brú sem leyfir orkunum að renna frjálsar sama hvað okkur finnst. Lækning kynjanna Lækning hefst ekki í kerfum, lögum eða umræðum, heldur í vitund. Hún byrjar þegar karlmaður sér að hann þarf ekki lengur að sanna sig með stjórn, og þegar kona sér að hún þarf ekki lengur að verja sig með sársauka. Þegar þau mætast án varna, án þess að annað sé réttara en hitt, hefst umbreytingin. Karlmaðurinn, sem lærir að hlusta án þess að missa styrk, verður til pláss þar sem lífið getur breyst. Kona, sem lærir að tala án þess að þurfa að verja sig, verður kraftur sem hreyfir lífið áfram. Þar mætast form og flæði — ekki sem andstæður, heldur sem sameinaður púls tilverunnar. Sú ímynd sem þú hefur af mér er spegilmynd af þér; þín áhrif á mig – mitt viðbragð – er vitund mín um mig sjálfan. Þessi lækning snýst ekki um að jafna öll hlutverk, heldur að endurvekja jafnvægið. Því bæði orkan sem leiðir og orkan sem nærir eru nauðsynlegar fyrir lífið sjálft. Á milli tveggja og inni í einni manneskju. Þegar þær flæða saman verður til menning sem byggir ekki á yfirráðum, heldur á gagnkvæmri meðvitund: þar sem rödd og þögn, stefna og hlustun, rök og tilfinning vinna saman eins og hjarta og heili í sama líkama. Það er ekki til neinn sigurvegari í þessum dansi. Aðeins fólk sem man aftur hvernig það lærir - hvort af öðru, saman og eitt með sjálfu sér. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum heilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samband karls og konu er ekki aðeins líffræðilegt eða félagslegt fyrirkomulag, heldur líka heimspekilegt samtal milli tveggja grunnkrafta tilverunnar: forms og flæðis, stefnu og viðveru, krafts og móttöku. Þetta samtal hefur staðið frá upphafi mannkyns. Í samtímanum er sambandið orðið hávært, ruglað eða pólitískt hlaðið - þar sem hvor orka reynir að verja sig í stað þess að læra af hinni. Það sem karlmaður getur kennt konu snýst ekki um yfirráð eða leiðsögn, heldur um minningu formsins - hvernig stefna og ákvörðun geta skapað öryggi fyrir viðkvæmni. Það sem kona getur kennt karlmanni snýst ekki um undirgefni eða mýkt, heldur um minningu tengingar - hvernig viðvera og tilfinning geta opnað vitund fyrir lífinu sjálfu. Í þessum gagnkvæma lærdómi býr jafnvægi sem hvorug orka nær einsömul. Þegar maður lærir að sjá hina orkuna ekki sem andstæðu heldur sem spegil, þá verður sambandið ekki lengur leikur valds heldur vettvangur þroska. Yin–yang merkið minnir okkur á að andstæðurnar eru ekki aðskildar, heldur lifandi kraftar sem flæða hvor inn í annan. Í daglegu lífi birtist lærdómurinn ekki sem kenning, heldur sem viðbragð. Til dæmis í rifrildi. Karlmaðurinn, sem oft hefur lært að halda stjórn, finnur að eitthvað innra með honum espist - ekki endilega af orðum konunnar, heldur af því að hún rífur jafnvægið sem hann heldur í með skynsemi. Honum finnst hún „of tilfinningaleg,“ þegar í raun er hún að sýna honum þann hluta tilverunnar sem hann hefur verið þjálfaður í að bæla: óróann, flæðið sem ekki er hægt að stjórna og stýra. Ef hann getur andað djúpt og ekki lokað sig af, þá kennir hún honum að finna til án þess að tapa áttum - að tilfinning sé ekki ógn, heldur brú. Sama rifrildi getur orðið spegill hinum megin. Konan, sem oft hefur lært að tengja og miðla, finnur að hann lokar sig inni, fer í rök og fjarlægð. Hún upplifir það sem höfnun, þegar hann í raun er að verja sig gegn flóði sem hann veit ekki hvernig á að mæta. Ef hún nær að staldra við og sjá styrk hans - þessa þörf fyrir festu og skýrleika - án þess að túlka það sem kulda, þá lærir hún af honum hvernig ró og form geta haldið rými og pláss fyrir flæði og storma. Þannig verða rifrildi að kennslustundum, ef hvort um sig notar augnablikið til að læra í stað þess að verja sig. Karlmaðurinn kennir konunni þögn sem ekki er lokun. Konan kennir karlmanninum tilfinningu sem ekki er stjórnleysi. Þegar við lítum út fyrir einkalífið og inn í samfélagið, sjáum við sama mynstur í stærra formi. Í umræðunni um femínisma og karlmennsku, til dæmis, rekast þessar tvær frumorkur stöðugt á. Raddir kvenna, sem um aldir voru þaggaðar, rísa upp - stundum mjúkar og heildrænar, stundum reiðar og háværar. Þær kalla eftir réttlæti, eftir því að vera séðar og hlustað sé á þær. En hávaðinn, sem stundum fylgir, er ekki alltaf hatrið sjálft - hann er hljóð sem myndast þegar bæld rödd brýst í gegn. Það er ekki fallegt hljóð, en það er nauðsynlegt. Það er líkamlegt, lífskraftur sem loks fær loft. Hinir hræddu karlmenn sem svara með afneitun eða varnarstöðu eru ekki endilega vondir - heldur óvanir því að heyra raddir sem hrista undirstöður þess forms sem þeir hafa byggt sjálfsmynd sína á. Þeir hafa lært að öryggi felist í því að vera sá sem veit, heldur öllu saman og sá sem stjórnar. Þegar konur byrja að tala með krafti sem ekki er hægt að stjórna, finnur þessi mynd öryggis ekki lengur jarðveg. Þess vegna verður varnarviðbragðið: „Þetta er of mikið, of reitt, of tilfinningalegt.“ Það er ekki rök, heldur ótti við upplausn formsins. En ef báðir hópar - konur og karlar - sjá í gegnum hávaðann og óttann, birtist sama kennslan og í rifrildinu milli tveggja einstaklinga: Konur kenna mönnum að óttinn við það að það lifandi sé ekki dauði, heldur vakning. Karlmenn geta kennt konum að reiðin þarf ekki að brjóta niður til að breyta - hún getur mótað, ef hún sameinast vitund og stefnu. Þannig verður hávaðinn að samtali, og varnarviðbrögðin að brú milli tveggja meginorku mannlegrar vitundar. Þegar fólk lemur, öskrar, klórar eða bítur í sambandinu sínu er það ekki „illt“ fólk í kjarna sínum - það er fólk sem hefur aldrei náð að halda á eigin grunnorkum án þess að brenna sig. Það er eins og að hafa eld í lófunum en aldrei lært að sitja kyrr og finna hitann áður en maður kastar honum út fyrir sig. Í svona átökum rekst ekki bara skap saman; það rekast saman tvær ósamþykktar innri verur - tvær sárar, óstýrðar frumorkur sem hafa aldrei fengið að róast í öruggu rými. Þegar maður lemur eða öskrar er hann ekki í sambandi við sterka, stöðuga orku - hann er í sambandi við skyndilegt yfirflæði af ómeðhöndluðu óöryggi. Sama gildir fyrir konuna sem klórar eða æpir. Þetta eru varnarviðbrögð líkamans sem segja: „Ég er yfirþyrmandi. Ég get ekki fundið mig. Ég missi mig.“ Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að svona uppákoma er aldrei spurning um „hvort það sé svona fólk“. Þetta er spurning um lífskraft sem hefur ekki verið tekin í sátt. Lífskraftur sem hefur aldrei fengið að flæða í friði heldur aðeins í sprengingum. Að taka sjálfan sig - og grunnorkur sínar - í sátt þýðir að læra að sitja með þeirri orku sem undir öðrum kringumstæðum myndi lemja, æpa, hrökkva í burtu eða rífa til sín. Hún þarf rými. Hún þarf vitund. Hún þarf að verða séð. Átökin sem við sjáum á yfirborðinu eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Undir liggur óunnin lífsorka sem bíður eftir athygli. Þar hefst raunveruleg umbreyting. Þar byrjar friður, ekki í parinu, heldur í hverri manneskju fyrir sig. Þegar kynorkan breytir um form Sumt fólk finnur að form sitt - tali ekki sama tungumál og vitundin. Þetta eru þau sem ganga á milli hefðbundinna skilgreininga, þar sem hvorki „karl“ né „kona“ er full lýsing, heldur aðeins nálgun. Þau minna okkur á að kyn er ekki tvístíga stigi, heldur svið möguleika sem ekki er hægt að afneita. Þau sýna að frumorkurnar tvær, form og flæði, lifir í sama líkama, sama hjarta, sama lífi - og að jafnvægið sem við tengjum oft við dans tveggja einstaklinga er líka dans innra með einni manneskju. Flæðið þarf ekki alltaf að búa í konunni og formið í karlinum; þessar bylgjur renna saman, þar sem vitund mannsins mótar sitt eigið jafnvægi. Þegar manneskja stendur utan tvíhyggjunnar, er hún ekki „á milli“ kynja - hún er djúpt inni í samtalinu sem kynin hafa alltaf átt. Hún er lifandi áminning um að sjálfsmynd er ekki klefi formsins, heldur brú sem leyfir orkunum að renna frjálsar sama hvað okkur finnst. Lækning kynjanna Lækning hefst ekki í kerfum, lögum eða umræðum, heldur í vitund. Hún byrjar þegar karlmaður sér að hann þarf ekki lengur að sanna sig með stjórn, og þegar kona sér að hún þarf ekki lengur að verja sig með sársauka. Þegar þau mætast án varna, án þess að annað sé réttara en hitt, hefst umbreytingin. Karlmaðurinn, sem lærir að hlusta án þess að missa styrk, verður til pláss þar sem lífið getur breyst. Kona, sem lærir að tala án þess að þurfa að verja sig, verður kraftur sem hreyfir lífið áfram. Þar mætast form og flæði — ekki sem andstæður, heldur sem sameinaður púls tilverunnar. Sú ímynd sem þú hefur af mér er spegilmynd af þér; þín áhrif á mig – mitt viðbragð – er vitund mín um mig sjálfan. Þessi lækning snýst ekki um að jafna öll hlutverk, heldur að endurvekja jafnvægið. Því bæði orkan sem leiðir og orkan sem nærir eru nauðsynlegar fyrir lífið sjálft. Á milli tveggja og inni í einni manneskju. Þegar þær flæða saman verður til menning sem byggir ekki á yfirráðum, heldur á gagnkvæmri meðvitund: þar sem rödd og þögn, stefna og hlustun, rök og tilfinning vinna saman eins og hjarta og heili í sama líkama. Það er ekki til neinn sigurvegari í þessum dansi. Aðeins fólk sem man aftur hvernig það lærir - hvort af öðru, saman og eitt með sjálfu sér. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum heilsuvísindum.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun