Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun