Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 08:01 Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun