Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2024 21:00 Þessi mynd er tekin yfir Randolph í New Jersey miðvikudaginn 4. desember. Flygildi sést bera við himininn ofarlega til vinstri. TMX/AP Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira