Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:40 Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun