Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson og Eyjólfur Árni Rafnsson skrifa 14. nóvember 2024 12:31 Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu. Hafa þessar hugmyndir verið kynntar sem einhvers konar töfralausn, fundið fé sem hvorki muni hafa áhrif á afkomu lífeyrisþega né afkomu ríkissjóðs til framtíðar. Það er alrangt. Slíkar hugmyndir væru ekkert minna en afturför lífeyrismála á Íslandi og upptaka á vandamálum sem margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir með verulega neikvæðum áhrifum á kjör eldra fólks og útgjöld hins opinbera. Meginkostur íslenska lífeyriskerfisins er að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur með skattgreiðslum af honum. Þetta er einkar mikilvægt nú þegar miklar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar, fólki á vinnualdri fækkar og lífeyristökum fjölgar. Í dag eru um sex vinnandi einstaklingar á móti hverjum eftirlaunataka. Viðbúið er að eftir 25 ár verði einungis þrír vinnandi á móti hverjum eftirlaunataka. Í dag greiða atvinnurekendur og launafólk reglulega af launum í lífeyrissjóði fyrir hvern starfsmann. Við inngreiðslu er fjárhæðin ekki skattlögð, heldur látin ávaxtast óskert þar til taka lífeyris hefst. Lífeyristakar greiða því skatt þegar þeir taka eftirlaun sín út úr lífeyrissjóðum. Þannig nýtist lífeyrir ekki eingöngu til framfærslu lífeyristaka heldur fjármagnar við útgreiðslu með sköttum samneyslu samfélagsins á hverjum tíma. Sé þessi skattur innheimtur á meðan fólk er á vinnumarkaði er ljóst að framtíðarkynslóðir munu bera mun þyngri skattbyrði en ella eða að opinber þjónusta verður af skornari skammti. Breyting í þessa veru hefði því í reynd í för með sér að hluta lífeyrissparnaðarins yrði breytt úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi sem væri í hrópandi mótsögn við tilgang lífeyriskerfisins og allar alþjóðlegar ráðleggingar til áratuga. Óhjákvæmilega verða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum lægri ef lægra hlutfall iðgjalda er ávaxtað hjá lífeyrissjóðum. Þetta mun þýða að framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu, sem fjármögnuð eru með skatttekjum á hverjum tíma, verða hærri, sem enn mun þyngja skattbyrði komandi kynslóða eða rýra verulega kjör lífeyristaka framtíðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið var byggt upp af framsýni og hefur staðist tímans tönn. Það sést best á því að lífeyrissjóðirnir standa undir meginhluta lífeyristekna almennings sem stöðugt fara vaxandi. Alþjóðlega er litið til okkar þegar kemur að árangri við að tryggja afkomu lífeyristaka og ekki síst hvað varðar sjálfbærni lífeyriskerfisins til framtíðar. Lífeyriskerfið er margþætt og stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og verkefnið nú sem hingað til að halda áfram að bæta kerfið og vera vakandi fyrir því sem gera má betur. Ekki síst þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga bæði í nútíð og framtíð. Hugmyndir um skattlagningu lífeyrisiðgjalds við inngreiðslu er ekki hluti af því verkefni því þær eru í reynd tillaga um stórkostlegan tilflutning á skattbyrði á milli kynslóða og aðför að kjörum og velferð hvort tveggja lífeyristaka og vinnandi fólks til framtíðar. Lífeyriskerfi Íslendinga stendur vel og er sjálfbært. Við skulum standa vörð um eitt besta lífeyriskerfi í heimi og ekki láta skammtímasjónarmið raska grundvallarstoð kerfisins. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Finnbjörn A. Hermannsson Eyjólfur Árni Rafnsson ASÍ Skattar og tollar Atvinnurekendur Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu. Hafa þessar hugmyndir verið kynntar sem einhvers konar töfralausn, fundið fé sem hvorki muni hafa áhrif á afkomu lífeyrisþega né afkomu ríkissjóðs til framtíðar. Það er alrangt. Slíkar hugmyndir væru ekkert minna en afturför lífeyrismála á Íslandi og upptaka á vandamálum sem margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir með verulega neikvæðum áhrifum á kjör eldra fólks og útgjöld hins opinbera. Meginkostur íslenska lífeyriskerfisins er að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur með skattgreiðslum af honum. Þetta er einkar mikilvægt nú þegar miklar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar, fólki á vinnualdri fækkar og lífeyristökum fjölgar. Í dag eru um sex vinnandi einstaklingar á móti hverjum eftirlaunataka. Viðbúið er að eftir 25 ár verði einungis þrír vinnandi á móti hverjum eftirlaunataka. Í dag greiða atvinnurekendur og launafólk reglulega af launum í lífeyrissjóði fyrir hvern starfsmann. Við inngreiðslu er fjárhæðin ekki skattlögð, heldur látin ávaxtast óskert þar til taka lífeyris hefst. Lífeyristakar greiða því skatt þegar þeir taka eftirlaun sín út úr lífeyrissjóðum. Þannig nýtist lífeyrir ekki eingöngu til framfærslu lífeyristaka heldur fjármagnar við útgreiðslu með sköttum samneyslu samfélagsins á hverjum tíma. Sé þessi skattur innheimtur á meðan fólk er á vinnumarkaði er ljóst að framtíðarkynslóðir munu bera mun þyngri skattbyrði en ella eða að opinber þjónusta verður af skornari skammti. Breyting í þessa veru hefði því í reynd í för með sér að hluta lífeyrissparnaðarins yrði breytt úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi sem væri í hrópandi mótsögn við tilgang lífeyriskerfisins og allar alþjóðlegar ráðleggingar til áratuga. Óhjákvæmilega verða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum lægri ef lægra hlutfall iðgjalda er ávaxtað hjá lífeyrissjóðum. Þetta mun þýða að framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu, sem fjármögnuð eru með skatttekjum á hverjum tíma, verða hærri, sem enn mun þyngja skattbyrði komandi kynslóða eða rýra verulega kjör lífeyristaka framtíðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið var byggt upp af framsýni og hefur staðist tímans tönn. Það sést best á því að lífeyrissjóðirnir standa undir meginhluta lífeyristekna almennings sem stöðugt fara vaxandi. Alþjóðlega er litið til okkar þegar kemur að árangri við að tryggja afkomu lífeyristaka og ekki síst hvað varðar sjálfbærni lífeyriskerfisins til framtíðar. Lífeyriskerfið er margþætt og stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og verkefnið nú sem hingað til að halda áfram að bæta kerfið og vera vakandi fyrir því sem gera má betur. Ekki síst þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga bæði í nútíð og framtíð. Hugmyndir um skattlagningu lífeyrisiðgjalds við inngreiðslu er ekki hluti af því verkefni því þær eru í reynd tillaga um stórkostlegan tilflutning á skattbyrði á milli kynslóða og aðför að kjörum og velferð hvort tveggja lífeyristaka og vinnandi fólks til framtíðar. Lífeyriskerfi Íslendinga stendur vel og er sjálfbært. Við skulum standa vörð um eitt besta lífeyriskerfi í heimi og ekki láta skammtímasjónarmið raska grundvallarstoð kerfisins. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar