Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 23:19 Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5. AP/Yui Mok Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann. Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann.
Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira