Reglur kvöldsins: Engir áhorfendur og slökkt á meðan hinn talar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2024 10:57 Ekkert hefur verið ákveðið um aðrar kappræður milli Harris og Trump en varaforsetaefnin Tim Walz og J.D. Vance mætast 1. október. Getty Menn bíða þess nú með mikilli eftivæntingu að Kamala Harris og Donald Trump mætist í fyrstu, og mögulega einu, kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember. Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira