Reglur kvöldsins: Engir áhorfendur og slökkt á meðan hinn talar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2024 10:57 Ekkert hefur verið ákveðið um aðrar kappræður milli Harris og Trump en varaforsetaefnin Tim Walz og J.D. Vance mætast 1. október. Getty Menn bíða þess nú með mikilli eftivæntingu að Kamala Harris og Donald Trump mætist í fyrstu, og mögulega einu, kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember. Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira