Stefnan er skýr - höldum ótrauð áfram Bragi Bjarnason skrifar 6. september 2024 12:31 Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Árborg Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun