Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 21:11 Þórhallur hefur ræktað gúrkur í um 40 ár. Samsett Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður. Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður.
Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira