Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun