Dró framboðið til baka til að forðast innanflokkserjur Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 08:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti veifar úr landgangi forsetaflugvélarinnar í síðustu viku. Þá var hann á leið að hitta starfsliðs framboðs síns til þess að þakka því fyrir störf sín. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti telur að keppnin milli sín og Donalds Trump hefði ekki ráðist fyrr en á lokasprettinum hefði hann haldið áfram í framboði. Hann segist hafa dregið sig í hlé til þess að innanflokkserjur um framboð sitt skemmdu ekki fyrir demókrötum í kosningunum. Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06