Dró framboðið til baka til að forðast innanflokkserjur Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 08:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti veifar úr landgangi forsetaflugvélarinnar í síðustu viku. Þá var hann á leið að hitta starfsliðs framboðs síns til þess að þakka því fyrir störf sín. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti telur að keppnin milli sín og Donalds Trump hefði ekki ráðist fyrr en á lokasprettinum hefði hann haldið áfram í framboði. Hann segist hafa dregið sig í hlé til þess að innanflokkserjur um framboð sitt skemmdu ekki fyrir demókrötum í kosningunum. Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06