Walz hjólaði í Trump og Vance á fyrsta kosningafundinum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. ágúst 2024 06:44 Harris og Walz var gríðarlega vel tekið á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, stigu saman á svið í Pennsylvaníu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. „Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
„Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira