Myndir: Gestir á landsþingi Repúblikana skarta sárabindum á eyranu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 14:54 Eyrnabindið er heitasti aukahluturinn á landsþingi Repúblikana. Getty/Joe Raedle Landsþing Repúblikanaflokksins fer fram þessa dagana í Milwaukee í Bandaríkjunum. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaefni flokksins og hann tilkynnti þá um varaforsetaefni sitt, hann J.D. Vance. Landsþingið fer að þessu sinni fram í skugga banatilræðis gegn Donald Trump síðastliðinn laugardag. Tvítugur maður hleypti af fleiri skotum í átt að Trump á kosningafundi í Pennsylvaníuríki. Ein kúlan hæfði hann í hægra eyrað og ber Trump því áberandi sárabindi á eyranu. Margir dyggustu stuðningsmanna hans tóku upp á því að binda slík bindi á eyru sín til að sýna honum stuðning, eða kannski er þetta tískubylgja sem gripið hefur um sig meðal bandarískra íhaldsmanna og er komin til að vera. Fjölbreyttur hópur gesta skarta sárabindinu.Getty/Andrew Harnik Hér er tveimur helstu táknum bandaríska íhaldsins þessa dagana blandað saman: kúrekahattinum og sárabindinu.Getty/Chip Somodevilla Á þinginu var Trump formlega útnefndur forsetaefni flokksins en sú niðurstaða hefur legið fyrir í dágóðan tíma.Getty/Joe Raedle Fulltrúi Arizonafylkis á þinginu lætur ekki sjá sig með eyrað heilt.Getty/Joe Raedle Trump virðist harla ánægður með þetta uppátæki stuðningsmanna sinna.Getty/Andrew Harnik Fulltrúar Arizonafylkis virðast hafa samræmt klæðaburðinn en á myndinni er annar slíkur með bindið bundið þétt um hægra eyrað.Getty/Joe Raedle Sjálfur Sammi frændi skartar að sjálfsögðu eyrnabindinu.Getty/Spencer Platt Gestir hjálpast að við að binda bindið hver á annan.EPA/Allison Dinner Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. 17. júlí 2024 07:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Landsþingið fer að þessu sinni fram í skugga banatilræðis gegn Donald Trump síðastliðinn laugardag. Tvítugur maður hleypti af fleiri skotum í átt að Trump á kosningafundi í Pennsylvaníuríki. Ein kúlan hæfði hann í hægra eyrað og ber Trump því áberandi sárabindi á eyranu. Margir dyggustu stuðningsmanna hans tóku upp á því að binda slík bindi á eyru sín til að sýna honum stuðning, eða kannski er þetta tískubylgja sem gripið hefur um sig meðal bandarískra íhaldsmanna og er komin til að vera. Fjölbreyttur hópur gesta skarta sárabindinu.Getty/Andrew Harnik Hér er tveimur helstu táknum bandaríska íhaldsins þessa dagana blandað saman: kúrekahattinum og sárabindinu.Getty/Chip Somodevilla Á þinginu var Trump formlega útnefndur forsetaefni flokksins en sú niðurstaða hefur legið fyrir í dágóðan tíma.Getty/Joe Raedle Fulltrúi Arizonafylkis á þinginu lætur ekki sjá sig með eyrað heilt.Getty/Joe Raedle Trump virðist harla ánægður með þetta uppátæki stuðningsmanna sinna.Getty/Andrew Harnik Fulltrúar Arizonafylkis virðast hafa samræmt klæðaburðinn en á myndinni er annar slíkur með bindið bundið þétt um hægra eyrað.Getty/Joe Raedle Sjálfur Sammi frændi skartar að sjálfsögðu eyrnabindinu.Getty/Spencer Platt Gestir hjálpast að við að binda bindið hver á annan.EPA/Allison Dinner
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. 17. júlí 2024 07:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47
Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. 17. júlí 2024 07:51