Hét því að endurvekja bandaríska drauminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:47 Vance freistaði þess að höfða til íbúa í hinu svokallaða „ryðbelti“, þar sem iðnaður var blómlegur á sínum tíma en fátækt ríkir nú víða. AP/Carolyn Kaster „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira