Hét því að endurvekja bandaríska drauminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:47 Vance freistaði þess að höfða til íbúa í hinu svokallaða „ryðbelti“, þar sem iðnaður var blómlegur á sínum tíma en fátækt ríkir nú víða. AP/Carolyn Kaster „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira